Lokun vegtengingar frá Skógarlind að aðrein Reykjanesbrautar

Lokun vegtengingar frá Skógarlind að aðrein Reykjanesbrautar

Breytingin mundi hafa í för með sér lokun allrar umferðar frá Skógarlind að aðrein Reykjanesbrautar

Points

Miklar umferðarteppur geta myndast á svæðinu þegar fólk er að reyna komast frá Skógarlind beint yfir á Reykjarnesbraut. Nú þegar eru fyllilega góðar tengingar inn á Reykjarnesbraut um Fífuhvammsveg. Fólk verður pirrað í þessum umferðarteppum og tekur oft ákvarðanir um akstur sinn sem ógnað geta öryggi nærverandi ökumanna. Í raun er ótrúlegt að leyfi skuli hafa fengist hjá Kópavogsbæ að byggja þessa tengingu, hún getur harla uppfyllt staðla um vegtengingar.

Stórhættuleg tenging þarna. Það er ekki óþarfa akstur eða framlenging á umferðartíma að fara suður á Fífuhvammsveg til að komast þarna inná.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information