Körfuboltavöllur á skólalóð Vatnsendaskóla

Körfuboltavöllur á skólalóð Vatnsendaskóla

Áður var handboltavöllur malbikaður sem nú hefur verið fjarlægður. Þegar byggingu íþróttahúss er lokið ætti að vera hægt að koma upp velli að nýju. Æskilegast væri að völlurinn væri bæði með handboltamörk og körfuboltakörfu þannig að nýting verður sem best. Talsverður hávaði getur myndast af skoppandi boltum á malbiki og því æskilegt að undirlag verði valið með tilliti til þess og einnig þannig að minni hætta sé á meiðslum.

Points

Það vantar talsvert uppá á skólalóð Vatnsendaskóla sé ásættanleg. Annarsvegar hefur mikið rót skapast vegna framkvæmda við íþróttahús og hinsvegar er mikil vöntun á leiktækjum. Körfuboltavöllur/handboltavöllur mundi nútast vel fyrir báðar íþróttagreinar en einnig mætti spila þar fótbolta eða aðra leiki (brennó).

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information