Réttlátt skattkerfi

Réttlátt skattkerfi

Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning á Íslandi. Hins vegar ætlum við að hliðra til innan skattkerfisins til að gera það réttlátara. Við höfum hugmyndir um auknar álögur á háar fjármagnstekjur og taka upp þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt, 1% auðlegðarskatt á hreina eign yfir 200 milljónum, hátekjuþrep á ofurtekjur og komugjöld á farseðla. Sömuleiðis höfum við viljað halda áfram að lækka tryggingagjald sem gagnast ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Points

Kjör almennings eiga að vera í forgangi og stöðva þarf þá þróun að þeir ríku verði áfram ríkari á sama tíma og aðrir sitja eftir.

Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis.

Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information