Koma upp steyptum stórum útipotti sjávarmegin við hornið á Suðurströnd og Lindarbraut. Þar er forkunnafagurt útsýni, sólsetur ægifögur og hægt væri að útbúa tröppur fyrir þá sem vilja stunda sjósund. Hægt að fara í fjöruna við hliðina og svo skella sér í pottinn. Vera með útibekki og aðstöðu í kring þannig að hægt sé að hafa það huggulegt á góðviðrisdögum. Yrði opið og ókeypis fyrir almenning.
Þetta væri frábært gæti verið til minnigar um Sigurð K Árnasson. En hannn var mikill áhuga maður um að setja upp svona aðstöðu og eru vætanlega til hugmindir hans hjá bæjarfélaginu.
Þetta er frábær hugmynd og frábært fyrir sjósundsfólk hér á Nesinu
Staðsetningin sameinar ótalmargt; fallegt útsýni, stutt í fjöruna og sjósund og auðvelt aðgengi að heitu vatni þar sem útbúnaður hitaveitunnar er á staðnum. Mætti ekki rísa of hátt til að spilla ekki fyrir útsýni húsanna við Suðurströnd. Getið ímyndað ykkur hringpottinn í Nauthólsvíkinni sem væri staðsettur í hlaðna hringnum á þessum stað. Engin búningaaðstaða þörf en hægt að hafa opnar sturtu fyrir þá vilja skola af sér í sundfötunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation