Nýr hjólastígur fyrir sunnan vesturlandsveg

Nýr hjólastígur fyrir sunnan vesturlandsveg

Nýr hjólastígur fyrir sunnan vesturlandsveg, frá hringtorginu við Langatanga að Álafosskvos. Stígurinn mundi verða greiðfær þar sem lítið er af götuþverunum og gæti verið breiður eins og nútíma hjólastígar eru. Hann mundi því nýtast vel til samgönguhjólreiða, sérstaklega fyrir þá sem búa sunnan Vesturlandsvegar. Einnig myndi hann nýtast mjög vel til sporthjólreiða. Þessi stígur styður við heilsueflandi samfélag og umhverfisvænar samgöngur

Points

Þessi stígur yrði góð viðbót við stígakerfi Mosfellsbæjar. Stígurinn sem er fyrir norðan Vesturlandsveg þverar mikið af umferðargötum og útkeyrslum. Þessi stígur yrði því greiðfærari og öruggari. Stíginn mætti gera í tveimur áföngum sem eru merktir með bláum og fjólubláum á myndinni.

Sammála, það vantar að tengja endann á Sunnukrika að undirgöngum við Langatanga. Það er vinsælt að hjóla meðfram Úlfarsfelli inn í Mosó og leiðin frá Langatanga að Álafossvegi liggur mikið í gegnum umferðargötur.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information