Strætó sem gengur innan Garðabæjar.

Strætó sem gengur innan Garðabæjar.

Garðabær er orðinn stór bær og það er enginn strætó sem gengur innan bæjarins. Það þyrfti ekki nema einn strætó sem tekur hring og gæti stoppað á hverjum stað á klukkutímafresti. Það myndi breyta miklu fyrir foreldra að þurfa ekki að keyra börn í skóla eða tómstundir. Fólk gæti minnkað notkun einkabílsins og ferðast á umhverfisvænni hátt

Points

Sammála! Væri algjörlega frábært að fá Strætó sem myndi auðvelda samgöngur milli hverfa. Við söknum þess mjög sem búum á Arnarnesi.

Eitt að mikilvægasta að bæta samgöngur með strædó innanbæjar.

Umhverfisvænt, þægilegt og öruggt.

Holtsvegur er alltof þröngur fyrir strætó,, hönnunarfeill frá upphafi til enda,, mjög gott að vera laus við sótið líka frá strætó

Skil ekki hvers vegna stræto sem stoppar við Costco gelsur ekki áfram upp Urriðaholtsstræti hringinn niður Holtsveg

Íbúar í Urriðaholti geta ekki tekið strætó í Ásgarð eða Fjölbrautarskólann án þess að þurfa að fara í Fjörðinn eða Mjódd til að skipta þar. Enginn strætó fer nálægt Holtinu í Garðabæ (Eski- og Hrísholti) heldur þurfa íbúar þar ganga að FG í 15 mínútur til að taka strætó. Að fara frá Brúarflöt í Skrúðás þarf að ganga í 21 mínútu af 25 mínútna ferð. Innanbæjarstrætó ætti að ganga til að auðvelda ferðir í Garðabæ.

Mikilvægt að íbúar Garðabæjar, starfsfólk hjá Garðabæ og einkaaðilum, nemendur í Garðabæ geti notað almenningssamgöngur á milli bæjarhluta. Það tekur tíma að ala upp kynslóð sem nýtir sér almenningssamgöngur en það þarf að búa til aðstæðurnar svo hægt sé að temja sér þennan umhverfisvæna lífsstíl.

Algjörlega sammála, Hnoðraholtið væri til í að hafa aðgang að innanbæjar strætó

Það er löngu orðið tímabært að laga samgöngur innan Garðabæjar, strætóferðir inna bæjarins td. fyrir skólafólk sem þarf að fara á milli bæjarhluta er algjörlega í lamasessi og með því að lagfæra það gæti einkabílanortkun minkað til muna. Ég er viss um að innanbæjarstrætó sem sinnti akstri fyrir fólkið í bænum yrði til þess að fólk hætti að keyra börnin í skólana, þannig myndi umferðin jafnvel minka og þá um leið minni mengun.....

Umhverfisvænna og þyrfti þá mögulega ekki að setja bílinn í gang 6 sinnum yfir daginn. Fyrir utan að börn í Garðabæ hafa gott af því að öðlast meira sjálfstæði.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information