Þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeilda löggjöf

Þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeilda löggjöf

Stjórnarskráin á að gera almennum borgurum kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem þingið hefur afgreitt. Stjórnvöldum á að vera skylt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu ef tiltekið hlutfall kosningabærs fólks – til dæmis 10% – skrifar undir slíka kröfu og lögin að falla úr gildi ef meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni hafnar lögunum.

Points

Að geta sett mál í þjóðaratkvæði gefur kjörnum fulltrúum okkar mikið aðhald og getur breytt stjórnmálum til hins betra

Þar sem þingmenn ljúga öllu sem þeir geta til að vera kosnir á þing, og standa svo ekki við nein kostningar loforð og jafnvel fara gegn vilja þjóðarinar þá tel ég nauðsynlegt að þjóðin geti krafist þess að fá allavega að kjósa um lög sem taka gildi í landinu enda erum það við almenningur sem þarf þá að fylgja þeim lögum.

Það eru grunn mannréttindi að fá kostningu um lög sem eru umdeild. Þetta fyrirkomulag færir þjóðina nær sátt almennt og gefur stjórnvöldum sem eru aðeins kosin tímabundið gott aðhald.

Sjálfsögð mannréttindi.

Losar forseta undan ma ásökunum um geðþótta

Þjóðin á að getað sagt sína skoðun á umdeildum málum

Á síðustu árum hefur komið fram ný tækni til að safna upplýsingum um einstaklinga og nota þær í áróðursstríði. Popúlistar, studdir af einræðisöflum, hafa notfært sér þetta á liðnum árum, þjóðum til skaða. Þetta er einörð atlaga að lýðræði og gerir m.a. þjóðaratkvæðagreiðslur varhugaverðar meðan þetta viðgengst. Lágur þröskuldur, eins og að um 10% þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu væri að afhenda popúlistum dagskrárvald í þjóðfélaginu. Hér þarf að stíga varlega til jarðar.

Ja að sjalfsögðu ætti að vera þjoðaratkvæðagreiðsla í boði

Við eigum að geta gripið í taumana ef þeir sem þjóðin velur notfærir sér völd sín til að styrkja sína eða fjölskidu stöðu á kostnað þjóðarinnar

Styrkir lýðræðið

með hártogunum hafa ráðamenn eyðilagt núverandi stjórnarskrá

það að þjóðin geti mótmælt aðgerðum stjórnvalda heitir líðræði

Sjálfsagt..líðræði..val.. meiribluti ræpur.. eitt er að vera kosin i flokki..en alltaf er hægt að misnota valdið

Mitt mat á kostningum er eins og að taka þátt í lottó, loforð eru gefin og líkurnar á því að þau yrðu "unnin" eru ólíkleg, kanski fær maður nokkrar "krónur" til að sætta sig við. Og oft virðist fólk halda með flokkum eins og fótboltaliðum... Ég er viss um að hafa þessa skoðun ekki ein. Að sjálfsögðu ætti þjóðin að eiga rödd innan stjórnar.

Þeir sem byggja landið, kjósa sína fulltrúa á þing eiga að hafa rétt til hafa áhrif.

Verður misnotað í pólitískum tilgangi.

Almenningur á að geta tekið málin í sínar hendur þegar þingmenn hlusta ekki á vilja þeirra

Já, þo svo að hér sé lýðræði er langt í frá að þjóðin geti treyst Alþingi, (ákæruvaldi og dómsstólum.) Það mætti t.d. hugsa sér að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti sýknað sakborninga, ala Guðmundar og Geirfinnsmál, en pólitísk öfl komu þeim í fanglesi og vörnuðu þeim sýknu í áratugi.

Í núgildandi stjórnarskrá er þessi réttur hjá forsetanum. Þetta eru leifar frá fyrri tíma þegar konungur hafði þetta vald. Almenningur gat biðlað til konungs um að hlutast til um það sem stjórnvöld voru að gera. Í lýðræðisríki ætti rétturinn til þess að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu ekki að vera háður geðþótta konungs eða forseta. Í þessu gæti falist visst aðhald fyrir þingið, þ.e. ef mikill ágreiningur er um tiltekið lagafrumvarp gæti yfirvofandi höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslu haft þau áhrif

Það er ekkert eðlilegra en að þjóð geti tekið framfyrir hendur þingmanna sé í lagi þegar þingmenn og eða ráðherrar hlusta ekki á þjóðina

More points (19)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information