Eignarhald á auðlindum

Eignarhald á auðlindum

Nýtt ákvæði þarf að koma inn í stjórnarskrá sem tryggir að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar og að nýting þeirra sé í senn sjálfbær og almenningi til hagsbóta. Miklar umræður hafa verið í samfélaginu um auðlindir og nýtingu þeirra undanfarin ár og skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti fólks er hlynntur slíku ákvæði. En hvernig þarf það að hljóða til að ná markmiði sínu?

Points

Eignin er okkar þjóðarinnar

Það verður að laga þetta og gera rótækar breitingar á kerfinu almenningi til hagsbóta kjósa fólk sem hefur dug til umbyltinga á kerfinu.

Það er óumdeilt að Alþingi getur í dag sett reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta. Þjóðnýting þýðir einfaldlega að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar. Þá má því aldrei í framtíðinni leyfa einstaklingi/fyrirtæki að nýta auðlindir í eigin þágu og greiða skatta af hagnaðinum. Þetta er því ríkisvæðing á öllum náttúruauðlindum til frambúðar en samt er einkarekstur það fyrirkomuleg sem hefur skilað okkur mestum framförum.

Við vitum hvað hefur orðið um náttúruauðlindir sem aðrar þjóðir hafa þjóðnýtt, jú þær hafa endað hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum, ekki sem eign heldur sem langtímaleiga. Náttúruauðlindir Íslands eru allt eins eign komandi kynslóða og því ekki hægt að eignfæra náttúruauðlindir Íslands á núlifandi Íslenska þjóð til ráðstöðvunar, eða vilja menn að meirihluti Íslensku þjóðarinnar eða umbjóðendur hennar ákveði að leigja náttúruauðlindir Íslands til erlendra hæstbjóðanda?

Allar auðlindir landsins þurfa að hafa sterk lög og rök um að nýting kosti þá sem nýta þær, hvort sem þær eru á landi eða í sjó.

Allt land og allar auðlindir eiga að vera í sameign þjóðarinnar. Afnema þarf allar séreignir á landi og gera þær að þjóðareign. Þá er ekkert land til sölu og þar með er búið að koma í veg fyrir sölu lands til útlendinga

af hverju þarf nýtt áhvæði.? ef lög duga. en ef þar náttúruauðlindir utan eignarlanda

Þetta er okkar

Auðlindir á og við Ísland eru auðlindir í þjóðareign

Ég vil að náttúruauðlindir okkar íslendinga séu í eigu almennings

Eignarhaldið hefur ekkert að segja um afnotaréttinn, sem er aðalatriðið, varðandi, fiskinn, vatnið og orkuna.

Ég hef verulegar áhyggjur af auðlindum landsins því ekki virðist minnsta mótspyrnu gegn ásæld stórútgerða og alls kyns hulduaðila auk erlendra aðila með óljósa tilgang í fiskveiðiréttindi, vatnsréttindi, og landeignir. Því finnst mér ótvíræð ákvæði um þjóðareign eða þjóðarrétti brýn í stjórnarskrá landsins Mér þykir mjög rangt að henda þeirri vinnu á glæ sem unnin var af fulltrúum þjóðarinnar á stjórnarskrárþinginu og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að nota sem grunn að nýrri stjórnarskr

Tryggja í orðalagi að sanngjarnt afgjald komi fyrir nýtingu auðlinda landsins.

Almannaheill

Hér er mjög mikilvægt að orðalagið sé í sem mestu samræmi við drög Stjórnlagaráðs þar sem meðal annars var kveðið á um "fullt verð" fyrir hagnýtingu á auðlindunum. Í öllum tillögum Alþingis að svona ákvæði hefur verið gefinn verulegur afsláttur af þessari kröfu. Slíkar breytingar eru ekki almenningi til hagsbóta og því verður að verjast þeim. Að lokum, enn og aftur: Það er galið að ekki sé byggt á niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í störfum þingsins um stjórnarskrárbreytingar. Galið!

Það á að reka þjóðfélagið, byggja upp innviði með arði af auðlindum þess.

Það hefur aldrei verið veitt lögleg heimild til sölu aflaheimilda og má aldrei gerast Það hefur heldur aldrei verið veitt heimild til að útgerðir skrái aflaheimildir sem eign í Efnahagsreikning útgerða sinna. Slíkt er þjófnaður undir vernd Ríkisskattstjórna. Allar náttúruauðlindir eiga að vera sameign þjóðarinnar og afnotaréttur greiðist fullu verði

Sjalftaka ákveðinna aðila hér á landi á einhverju sem ætti að vera þjóðareign sem skila svo engu í samfélagið miðað við hvað þeir hirða? Það segir sig frekar sjálft að það er ekkert nema kerfisleg spilling.

Það hefur ekkert með kirkjuna að gera...en það er mín barnatrú, sem ég hef ennþá, að allar auðlindir landsins tilheyri okkur sem búum hér og er sameiginleg auðlind sem kjörnir fulltrúar eigi að fara vel með okkur öllum til hagsbóta. "Það hefnist þeim sem svíkur sína huldumey, ......"

Nátturulindir Íslands eru og eiga að vera í þjóðareign. Enginn á að fá að ráðskast með þau sjálfum sér eða vinum og fjölskyldu til hagsbóta. Allt sem varðar þessar auðlindir á að fara fyrir þjóðaratkvæði svo komist verði sem mest hjá klíkustarfsemi. Arður af auðlindunum ætti svo síðan að nota til að byggja sjúkrahús, elliheimili, skólar og leikskólar. Létta á skattbyrgði þeirra sem minna mega sín. Alþingi Íslands á ekki að fá að ráðskast með auðlindirnar eins og þeim sýnist.

More points (62)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information