Eignarhald á auðlindum

Eignarhald á auðlindum

Nýtt ákvæði þarf að koma inn í stjórnarskrá sem tryggir að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar og að nýting þeirra sé í senn sjálfbær og almenningi til hagsbóta. Miklar umræður hafa verið í samfélaginu um auðlindir og nýtingu þeirra undanfarin ár og skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti fólks er hlynntur slíku ákvæði. En hvernig þarf það að hljóða til að ná markmiði sínu?

Points

Allar auðlindir landsins þurfa að hafa sterk lög og rök um að nýting kosti þá sem nýta þær, hvort sem þær eru á landi eða í sjó.

Við vitum hvað hefur orðið um náttúruauðlindir sem aðrar þjóðir hafa þjóðnýtt, jú þær hafa endað hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum, ekki sem eign heldur sem langtímaleiga. Náttúruauðlindir Íslands eru allt eins eign komandi kynslóða og því ekki hægt að eignfæra náttúruauðlindir Íslands á núlifandi Íslenska þjóð til ráðstöðvunar, eða vilja menn að meirihluti Íslensku þjóðarinnar eða umbjóðendur hennar ákveði að leigja náttúruauðlindir Íslands til erlendra hæstbjóðanda?

Það er óumdeilt að Alþingi getur í dag sett reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta. Þjóðnýting þýðir einfaldlega að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar. Þá má því aldrei í framtíðinni leyfa einstaklingi/fyrirtæki að nýta auðlindir í eigin þágu og greiða skatta af hagnaðinum. Þetta er því ríkisvæðing á öllum náttúruauðlindum til frambúðar en samt er einkarekstur það fyrirkomuleg sem hefur skilað okkur mestum framförum.

Ákvæðið um auðlindir. Einstaklingar og fyrirtækjum er EKKI heimilt að kaupslaga með auðlindir sem eru í þjóðareign. Orkuauðlindir verði EKKI falboðnar. Fiskveiðiheimildir verði leigðar til x-margra ára, að þeim tíma liðnum verður þeim endurúthlutað, þó má semja um endurúthlutun til sama aðila þannig að samfella í rekstri verði ekki rofin. Nú eru ýmsar auðlindir (m.a. vatnsréttindi) í eigu einstaklinga, þær má selja til aðila sem sannanlega á búsetu á Íslandi og greiðir skatta og skyldur hér

Rifjum upp í aðdraganda kvótsetningar. Til að byrja með var rætt um að kvóti yrði ekki seljanlegur út fyrir hvern og einn landsfjórðung. Litlu sjávarútvegsbæjirnir sáu sæng sína útbreidda ef þeir myndu missta kvótann. Margt jákvætt var rætt í aðdragandanum og hagræðing í hávegum höfð. Því miður keyrðum við útaf í þessu máli. Nú þarf að stokka aftur upp. Nauðsynlegt er að auðlindir séu í eigu þjóðarinnar til að það sé hægt sé að breyta til baka.

Eins og unnið hefur verið að öllu í sambandi við þessar stjórnarskrá er allt frekar ólýðræðislegt, það núasta hvernig var kosið eða skipað þessa ráðstefnu sem er nýyfirstaðin.

Allar auðlindir til lands og sjós eru eign þjóðarinnar. Nýting auðlinda er leigð að lágmarki 1 árs og að hámarki 10 ára til einstaklinga og/eða fyrirtækja, með þeim fyrirvara að þeir sem að leigja auðlindina rýri ekki, mengi eða ofnýti þá auðlind. Ef svo er, er samningi rift, leigendum refsað (sekt eða fangelsisvist) og viðkomandi fær ekki að leygja auðlind næstu 10 ár.

Orðalag ákvæðisins verður á óyggjandi hátt að tryggja að allar náttúruauðlindir á Íslandi og innan landhelginnar verði ævarandi þjóðareign og að sanngjarnt gjald renni til þjóðarinnar verði þær nýttar.

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhitaog námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá

Ég kaus nýja stjórnarskrá 2012, þá sem stjórnlagaráð vann,þjóðin hefur samþykkt hana. Vinsamlegast notið hana!!

Ég kaus nýja stjórnarskrá 2012. Auðlindir í náttúru Íslands eru ekki í einkaeigu, þjóðin sem slík hefur aldrei veitt þessa heimild. Auðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar!

Hér er mjög mikilvægt að orðalagið sé í sem mestu samræmi við drög Stjórnlagaráðs þar sem meðal annars var kveðið á um "fullt verð" fyrir hagnýtingu á auðlindunum. Í öllum tillögum Alþingis að svona ákvæði hefur verið gefinn verulegur afsláttur af þessari kröfu. Slíkar breytingar eru ekki almenningi til hagsbóta og því verður að verjast þeim.

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ALDREY. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.

Mér finnst tillögur stjórnlagaráðs frá 2012 ná þessu fullkomlega

Þjóðin á að eiga auðlyndirnar að öllu leiti.

Við, þjóðin öll, eigum allar okkar náttúruauðlindir. þar með talinn þorskurinn og ýsan og aðrar tegundir fiska. Við höfðum heilmikið fyrir því að bola erlendu stórveldi út úr stækkandi landhelgi. Sú barátta kostaði eitt mannslíf, að eg man. Við verðum að hafa stjórnarskrá sem tryggir eignarrétt okkar, en ekki stórútgerða sem hirða allan ávinning.

* Auðlindir í náttúru Íslands eru ævarandi og sameiginleg eign þjóðarinnar. * Enginn getur fengið þær til eignar eða varanlegra afnota. * Þær má aldrei selja né veðsetja. * Nýting þeirra skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. * Afnot af þeim má aðeins leyfa gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. * Leyfi til afnota af þeim skulu veitt á grundvelli jafnræðis. * Slík leyfi leiði aldrei til myndunar eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Orðalag skv drögum Stjórnlagaráðs; auðlindir á láði, legi og í lofti eru ævarandi þjóðareign og greiða skal fullt verð fyrir hagnýtingu á auðlindum.

Notum tillögu stjórnlagaráðs óbreyttar.

Auðlyndir, náttúra, hálendið, verði ávallt í eigu þjóðarinnar. Auðlyndir eins og rafmagn seljist ódýrt til íslenskra bænda og ræktanda en hærra til erlendra stóryðja. Viðmiðið á að vera að stuðla að íslenskri sjálfbærni. Mikilvægt að vernda hreina vatnið okkar, bæði að selja það ekki frá okkur sem og að vernda hreinleika vatnsbóla og vatnverndarsvæða.

More points (62)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information