Eignarhald á auðlindum

Eignarhald á auðlindum

Nýtt ákvæði þarf að koma inn í stjórnarskrá sem tryggir að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar og að nýting þeirra sé í senn sjálfbær og almenningi til hagsbóta. Miklar umræður hafa verið í samfélaginu um auðlindir og nýtingu þeirra undanfarin ár og skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti fólks er hlynntur slíku ákvæði. En hvernig þarf það að hljóða til að ná markmiði sínu?

Points

Auðlindir í þjóðareign eða þjóðnýting auðlinda, hver er munurinn? Enginn, það er nákvæmlega enginn munur þar á. Og hver fer svo með eignir þjóðarinnar? Ríkið, alþingi og ríkisstjórn. Og treystum við ríkinu til að úthluta þessum gæðum? Nei, reynslan er þar ólygnust. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að auðlindir séu þjóðnýttar, strandveiðikerfið hefði tæpast verið sett á ef þjóðin hefði átt þær auðlindir, þar sem réttur einstaklingsins hefði þá verið fyrir borð borinn.

Ég vil að þeir sem hagnýta sér sameiginlega auðlind allrar þjóðarinnar greiði fullt gjald fyrir.

Eg vil hafa rödd og hafa eitthvað um það að segja hvernig auðlindum Íslands sé ráðstafað

Ég er svo sannarlega með því að auðlindir séu í eign þjóðarinnar. Stend fyrir undirskriftasöfnuninni SELJUM EKKI ÍSLAND Undirskriftalistinn er hér: https://www.jenga.is/

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhitaog námaréttinda.

Í mínum huga er það sjálfsagt að þjóðin eigi auðlidir lands og sjávar á okkar yfirráðasvæði. Arðurinn af auðlindunum á að renna inn í þjóðfélagið, ekki í vasa einkaaðila. Sérstaklega þarf að gæta þess að erlendir aðilar geti ekki haft áhrif á nýtingu auðlinda Íslands. Við eigum alltaf að hafa síðasta orðið í öllu varðandi auglindir okkar, ekki alþingi. Alþingi þarf að spyrja þjóðina um hennar afstöðu.

Auðlindir eiga að vera í eigu þjóða og nýtingarétturinn líka því ekki viljum við vera í sömu stöðu og Nigeríska þjóðin eða fólk í suður ameríku sem mátti ekki einu sinni safna regnvatni það hafði fyrirtæki fengið einkaleyfi á öllu vatni.

Stjórnlagaráð gerði gott uppkast að stjórnarskrá . Þjóæin kaus um það og samþigti. Við þurfum ekki fleiri eða útþinta útgáfu af stjórnarskránni. Notum það og samþikkjum.

Nátturulindir Íslands eru og eiga að vera í þjóðareign. Enginn á að fá að ráðskast með þau sjálfum sér eða vinum og fjölskyldu til hagsbóta. Allt sem varðar þessar auðlindir á að fara fyrir þjóðaratkvæði svo komist verði sem mest hjá klíkustarfsemi. Arður af auðlindunum ætti svo síðan að nota til að byggja sjúkrahús, elliheimili, skólar og leikskólar. Létta á skattbyrgði þeirra sem minna mega sín. Alþingi Íslands á ekki að fá að ráðskast með auðlindirnar eins og þeim sýnist.

Þeir sem ætla áð fá leyfi til að nýta auðlind, eiga að greiða gjald fyrir.

Allt sem er undir yfirborði ltti að vera í þjóðareign þ.e. Fiskur,jarðhiti,vatn, og hvaðeina sem ekki hluti búskapar. Vatn er hluti jökla og regns og verður aldrei eign einhvers annara en allra þjóðarinnar.

Við eigum auðlindir hafs og sjávar ekki nokkrir gráðugir einstaklingar sem hirða nær alla innkomuna og vista á aflandseyjum.

Vatnsréttindi, vatnsaflsréttindi og aðrar virkjanir eiga að vera á höndum ríkisins. Jarðir eiga eingöngu að vera í höndum þeirra sem eiga lögheimili og eru skattaðir á Íslandi. Hömlur eiga að vera á hversu mikið land má eiga. Aflaheimildir í fiskistofnum eiga að vera í höndum ríkisins sem leigir þær út. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað hérlendis ekki seldur beint úr landi.

Ég hef verulegar áhyggjur af auðlindum landsins því ekki virðist minnsta mótspyrnu gegn ásæld stórútgerða og alls kyns hulduaðila auk erlendra aðila með óljósa tilgang í fiskveiðiréttindi, vatnsréttindi, og landeignir. Því finnst mér ótvíræð ákvæði um þjóðareign eða þjóðarrétti brýn í stjórnarskrá landsins Mér þykir mjög rangt að henda þeirri vinnu á glæ sem unnin var af fulltrúum þjóðarinnar á stjórnarskrárþinginu og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að nota sem grunn að nýrri stjórnarskr

Gæta þess vel að orðalag sé skýrt um eignarhald þjóðarinnar og gjaldtöku fyrir afnot auðlinda þannig að ekki sé hægt að deila endalaust eftirá um hvað setningarnar merkja í raun.

Ég kaus nýja stjórnarskrá 2012, þá sem stjórnlagaráð vann,þjóðin hefur samþykkt hana. Vinsamlegast notið hana!!

Togveiðiflotinn veldur gríðarlegum skaða á fiskimiðum og samfélagi, opna þarf augun fyrir frelsi til línu og handfæraveiða. Veiða sem myndu fylla hafnir Íslands lífi og gleði, öfugt við það sem er í dag

Náttúruauðlindir, hvort sem það er fiskurinn í sjónum, orkuauðlindir eða aðrar auðlindir landsins skulu vera í eigu þjóðarinnar, þjóðinni til hagsbóta.

Skrifa rök, til hvers er það? Stjórnmálamenn er alveg sama hvað fólki finnst...

Þjóðin á að eiga auðlindir Íslands og hún á að fá afgjald af þeim öllum.

More points (42)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information