Sjálfstætt gildi (réttur) náttúrunnar

Sjálfstætt gildi (réttur) náttúrunnar

Í stjórnarskrá þarf að koma nýtt ákvæði sem gerir kröfu um að sjálfstætt gildi náttúrunnar sé viðurkennt og þar með að vernd og varðveisla óspilltrar náttúru geti haft forgang fram yfir margvísleg önnur markmið, þar á meðal efnhagsleg markmið. Þegar til lengri tíma er litið er velferð mannkynsins undir því komin að umgengni við náttúruna geti byggst á forgangsröðun í þágu hennar.

Points

en skil ég ekki hversvegna lög duga ekki varla mannréttindi að vernda náttúruna

Er sammála þessu og hef ekki nákvæmari rök

Það er hafið yfir allan vafa i minum huga að natturan skuli njota vafans. Natturan hefur gildi i sjalfri ser. Allar kynsloðir græða a þvi.

Það er óumdeilt að Alþingi getur í dag sett reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta. Þjóðnýting þýðir einfaldlega að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar. Þá má því aldrei í framtíðinni leyfa einstaklingi/fyrirtæki að nýta auðlindir í eigin þágu og greiða skatta af hagnaðinum. Þetta er því ríkisvæðing á öllum náttúruauðlindum til frambúðar en samt er einkarekstur það fyrirkomuleg sem hefur skilað okkur mestum framförum.

Þau hefðbundnu náttúruverndarlög sem að eru nú þegar til í almennum lögum hljóta að nægja. STJÓRNARSKRÁIN ætti bara að fjalla um grunn-skipan stjórnsýslunnar.

Þetta er einfalt. Ef við eyðileggjum eitthvað í náttúrunni erum við um leið að eyðileggja hluta af því sem við erum með að láni hjá afkomendum okkar. Fyrir utan hin rökin segir þetta að utanumhaldið og varnirnar verða að vera mjög öflug.

Í nýju stjórnarskránni sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu var réttur náttúrunnar tryggður. Þar segir: "Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur." Þjóðin hefur sagt að það eigi að leggja nýju stjórnarskrána til grundvallr í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hvers vegna ættti Alþingi að hefja nýtt samráðsferli um stjórnarskrá þegar ekki hefur verið hlustað á skýra niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið?

Í nýju stjórnarskránni sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu var réttur náttúrunnar tryggður. Þar segir: "Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur." Þjóðin hefur sagt að það eigi að leggja nýju stjórnarskrána til grundvallr í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hvers vegna ættti Alþingi að hefja nýtt samráðsferli um stjórnarskrá þegar ekki hefur verið hlustað á skýra niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information