Réttur til óspilltrar náttúru

Réttur til óspilltrar náttúru

Bætt verði ákvæði í Stjórnarskrá Íslands sem kveði á um rétt almennings til heilnæms umhverfis og frjálsrar farar um landið. Þar verði einnig kveðið á um að öll náttúrunýting skuli grundvallast á sjálfbærni.

Points

hvað er sjálfbærni ? flest er hægt að hafa í lögum

til hvers að hafa þetta í stjórnarskrá nema þá helst frjálsa för fólks svo sveitavargurinn géti tjaldað í görðum reykvíkinga

Þetta ákvæði er of almenns eðlis. Svona mál þurfa alltaf að fara eftir vilja fólks í hverju sveitarfélagi fyrir sig; hvort vegi þyngra óspillt náttúra eða ný atvinnutækifæri.

Almenningur getur ekki haft algjörlega frjálsan aðgang hvar sem er. Hlýtur að þurfa einhverjar reglur

Það skilur enginn hvað þetta þýðir og því munu deilur um túlkun verða daglegt brauð ef þetta verður að veruleika. Hvað þýðir heilnæmt umhverfi nákvæmlega? Frjáls för um landið hlýtur að lúta einhverjum reglum. Náttúrunýting sem grundvallast á sjálfbærni þýðir ekkert heldur. Hvaða leikskólakrakkar sömdu þetta?

Það tel ég þó að nýting sé óhjákvæmileg upp að ákveðnu marki. Friðlýsingar eru nauðsynlegar.

Við eigum að geta krafist þess. Ef horft er úti heim eru borgir að tegja angir sínar út um allt. Litið er orðið til af óspilltri nátturu. Íslendingar eiga að halda vel utan um óspillta náttúruna landsins og ekki láta platast af erlendum auðmönnum sem ætla sér að "vernda" það. Því getum við ekki gert það sjálf. s

Þessi ákvæði eru of almenn og óskilgreind. Hvað er óspillt náttúra og hvar eru hún og hvernig skilgreinum við orðið náttúra. Mig grunar að þeir sem skrifuðu drög að nýrri stjórnarskrá hafi hugsað þetta ákvæði sem nota mætti gegn framkvæmdum á hálendinu t.d. virkjanaframkvæmdu. Ef einhver er á móti virkjun einhvers staðar í landinu, væri hægt að vísa í þetta stjórnarskrárákvæði til að koma í veg fyrir virkjun. Við megum ekki hafa svona íþyngjandi ákvæði í stjórarskrá. Svona á að vera í reglugerð

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Ég myndi bæta við þetta að náttúrunýting mætti aldrei fela í sér óafturkræf, gríðarleg náttúruspjöll.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information