Réttur til áhrifa á ákvarðanir sem varða umhverfið

Réttur til áhrifa á ákvarðanir sem varða umhverfið

Í stjórnarskrá skal réttur almennings tryggður til upplýsinga um umhverfið og allar framkvæmdir sem raska því. Stjórnarskráin þarf einnig að vernda rétt borgaranna til að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða umhverfið.

Points

það á að vera í lögum

Borgarar hafa nú þegar rétt til að hafa áhrif á ákvarðanir en það mætti túlka þennan texta þannig að það þyrfti t.d. þjóðaratkvæðagreiðslur um allar framkvæmdir sem raska umhverfinu. Ef það er hugmyndin þá væri niðurstaðan yfirleitt alltaf að raska EKKI umhverfinu. Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikil áhrif þetta hefur á samgöngur, rafmagnsleiðslur, tækniframfarir og fleira sem er nauðsynlegt okkur öllum en hefur vissulega áhrif á umhverfið. Það er betra að sleppa þessu ákvæði alveg.

lög duga

Varast þarf að landið sé selt úr landi og takmarka þarf eignarhald einstaklinga og hópa. SELJUM EKKI ÍSLAND stendur fyrir undirskriftasöfnun varðandi þau mál: https://www.jenga.is/

Í ljósi núverandi ástands í umhverfis- og loftslagsmálum, þá finnst mér eðlilegt að þjóðin fái að segja sína skoðun. Núverandi ástand sem er lýst sem "hamfarahlýnun" er ekkert neyðarástand. Almenningur virðist vera betur upplýstur um t.d. loftslagsmál en stjórnmálamenn og aðrir sem halda því ranglega fram að það sé um vandamál að ræða. Vísindin (hin sönnu) halda öðru fram. Það er nauðsynlegt að einhver bremsa sé í stjórnarskrá sem kemur t.d. í veg fyrir skattlagningu á röngum forsendum.

Eðlileg viðbót í takt við þróunina í þessum fræðum hér á landi sem og annars staðar.

Tillaga ríkisstjórnarinnar sem sett var í samráðsgátt fyrir nokkrum mánuðum hafði ekki ákvæði sem tryggja þennan rétt. Það gerir hins vegar nýja stjórnarskráin. Berjumst fyrir henni

Þessi réttindi eru tíunduð í Árósasamningnum svokallaða sem Ísland á aðild að. Hér er hinsvegar um slík grundvallargildi að tefla að það er ekki óeðlilegt að þau séu líka bundin í stjórnarskrá. Það festir þau í sessi og tryggir betur að þau séu virt.

Almenningur á umhverfið, ekki Alþingi (alþingismenn)

Hugmyndir um náttúru og umhverfi breytast með breyttum tíðaranda. Breytt nýting og umgengi um landið breytist með þróun samfélagsins. Við getum ekki alltaf séð fyrir breytta nýtingu á náttúrulegum auðlindum sbr. hvernig náttúrulegt og byggt umhverfi hefur breyst með tilkomu orkunýtingar eða ferðaþjónustu. Því þarf tryggja rétt til upplýsinga um umhverfið til að hægt sé að taka sem upplýstastar ákvarðanir er varða umhverfið.

Það er sjálfsagður réttur þeirra er búa í landinu að hafa áhrif á ákvarðanir hvað umhverfið varðar. T.d. hvort nær-eða fjærumhverfinu verði raskað.

Í nýju stjórnarskránni (sjá: www.stjornlagarad.is) er þessi réttur tryggður í 35. grein. Dómstólar hafa mjög oft hafnað því að tala til skoðunar stór og mikilvæg mál sem varða náttúru á grundvelli þess að fólk eða félög hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrslausn málsins. Þetta er fáranlegt og verður að stöðva. Tillaga ríkisstjórnarinnar sem sett var í samráðsgátt fyrir nokkrum mánuðum hafði ekki ákvæði sem tryggja þennan rétt. Það gerir hins vegar nýja stjórnarskráin. Berjumst fyrir henni.

Réttur borgara til að hafa áhrif á akvarðanir v umhverfið þarf að vera takmarkaður við ákveðinn fjólda . Annars verður engin framþróun því alltaf verða einhverjir á móti öllu. SS fáir mega ekki yfirbuga framfarir sem gagnast mörgum

Mannkynið og náttúran á alltaf að njóta vafans, ef raska á náttúru og umhverfi. Sönnunabyrgði á að vera á framkvæmdaraðilum, hvort sem um mengun, rafmengun, virkjanir, stóriðju, jarðrask eða annað er að ræða. Umhverfið er mjög viðkvæmt og mikilvægt að verja það í stjórnaskrá.

Að sjálfsögðu á að tryggja almenningur upplýsingar um umhverfið og framkvæmdir sem raska því. Umhverfið er þjóðareign ekki í eign einstakra aðila og okkur kemur við ef það er nýtt á skynsamlegan hátt sem hefur jákvæðan áhrif á allt sem snertir því.

Það á að virða skoðanir fólksins og látið greiða fyrir afnot af öllum auðlindum landsins Bæði á sjó og landi og af landsinsgrunninum þegar það á við

Eigum við ekki að hafa það eins og í Sviss þar sem ákveðin fjöldi (5.000 hjá þeim held ég) skrifar undir áskorun þá er málið tekið upp fyrir þjóðið? Þá er okkar réttur tryggður vonandi

Stjórnarskrá er varanlegra en lög. Mér finnst rangt að binda hendur komandi kynslóða með óljósu ákvæði í stjórnarskrá um atriði sem er hægt að hafa skýrt í lögum. Með aðkomu almennings að löggjafarvaldinu - um meiriháttar mál, er umhverfisvernd tryggð í samræmi við tíðarandann.

Eiga þessi mál ekki meira heima á sveitarstjórnarstiginu í hverju kjördæmi fyrir sig þar sem að fólk getur valið á milli flokka eftir því hvar áhugi þeirra liggur á friðun eða atvinnu-uppbyggingu hverju sinni? Frekar en að máið eigi heima í stjórnarskránni. Dæmi: Ef að meirihluti Húsvíkinga vill nýja kísilverksmiðju í sitt nær-umhverfi; ætti þá sá meirihluti ekki að ráða því hvort að af því yrði eða ekki?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information