Þjóðin leggur fram þingmál

Þjóðin leggur fram þingmál

Í nokkrum Evrópulöndum hefur almennum borgurum verið gert kleift að leggja fram frumvörp til laga, sem þingi er skylt að fjalla um. Fyrirhugað þingmál er þá kynnt vel á almennum vettvangi og fólki boðið að skrifa undir tilmæli til þjóðþings um að taka það fyrir á sama hátt og frumvörp þingmanna. Þingið heldur þó rétti sínum til að hafna frumvarpinu. Það myndi bæta tengsl þingmanna og kjósenda hér á landi ef, til dæmis 2% kosningabærrs fólks gætu með þessum hætti komið málum á dagskrá þings.

Points

Er ekki hægt að finna stefnur í öllum málum í öllum flokkum; er það ekki bara spurning um að ganga til liðs við þá flokka sem að er með þær stefnur sem að maður er að leita eftir? Annars finndis mér að sitjandi stjórnvöld hverju sinni mættu vera duglegri við að vera með MEÐ/ Á MÓTI -lista tengt stærstu málunum hverju sinni og þær kosningar mættu þess vegna vera opinberar samhliða okkar venjulegu kosningum og engin hætta á svindli.

hver ætti að séta það fram til alþýngis ef þíngmenn væru á móti tilöguni 2% er nokkuð lítil tala því ekki sama og þjóðarathvæðinn 5-10.%

Styrkir lýðræðisvitund almennings, samhliða mun almenningur verða virkari þátttakendi í stjórnmálum.

Þetta líst mér einstaklega vel á. Gæti hugsanlega spornað við hinu óhugnanlega sterka flokksræði sem hér rikir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information