Þingmenn knýja fram þjóðaratkvæði

Þingmenn knýja fram þjóðaratkvæði

Sú regla hefur um nokkurra ára skeið gilt í Danmörku að þriðjungur þingmanna getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög. Sömu reglu ætti að setja í stjórnarskrá Íslands: Það myndi bæta stjórnmálamenningu ef meirihlutinn á þingi þarf að taka meira tillit til minnihluta en nú er.

Points

Þingmönnum er ekki treystandi!

Það má benda á tvennt í sambandi við þetta. Annarsvegar að ef við setjum reglu um að tiltölulega lágt hlutfall kjósenda geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ætti það að duga sem öryggisventill. Hinsvegar má hafa efasemdir um þetta hlutfall, þriðjung þingmanna. Líklega þyrfti hlutfallið að vera hærra eins og menningin er á Alþingi Íslendinga.

Eðlilegt ástand er að fólk flykkist um þann leiðtoga sem að hefur bestu STEFNUNA skjalfesta inn í framtíðina. Ef að við myndum taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi þannig að forseti Íslands myndi axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð að þá myndu þessi mál leysast sjálfkrafa. Það er ekki eðlilegt ástand að fólk sé alltaf að safna undirskirftum til að fá þingið til að hafna þingmálum.

Með tiltekin fjölda þingmanna sem getur krafist þjóðarathvaðgreiðslu um mál bætum við stjórnmálamenninguna mikið og við fáum vandaðri löggjöf.

Frá sjónarmiði lýðræðis er nauðsynlegt að til sé sú leið að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki er eðlilegt að vald til þess sé háð geðþótta forseta. Til þess að hann geti tekið slíka ákvöðrðun ætti annað hvort tiltekið lágmark þingmanna td. 40% að krefjast þess eða tiltekið hlutfall kjósenda td. 15-20% að skrifa undir slíka kröfu.

Þetta myndi bæta mjög vinnubrögð á Alþingi. Einnig þarf ákvæði um rétt kjósenda til að krefjast bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál. Alþingi yrði að verða við slíkri kröfu ef ákveðið hlutfall kjósenda krefst þess.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information