Meiri völd forseta

Meiri völd forseta

Eini þjóðkjörni embættismaðurinn í íslenskri stjórnskipan er forseti Íslands. Völd hans/hennar eru hinsvegar mjög takmörkuð og í rauninni bundin við að geta vísað nýjum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu með því að neita að undirrita þau. Eðlilegt væri að forseti hefði mun meiri völd og sterkari nærveru í stjórnkerfinu til dæmis með því að geta lagt fram lagafrumvörp, skipað helstu embættismenn og hugsanlega fleira.

Points

Öll embætti sem snúast um eina manneskju eru einræðisleg í eðli sínu og ætti að leggja niður.

Við þurfum að skýra þrískiptingu valdsins með forsetann í miðpunkti. Að forminu hefur hann allar valdalínurnar þrjár en fram selur þau til Alþingis (lögjafarvald), framkvæmdavald (ríkisstjórn) og dómsvald (dómsstólar). Hann skiptir sér ekki af störfum hvers fyrir sig en allir sem þar starfa eru í hans umboði og hann samþykkir alla sem þar starfa. Ráðning dómara liggur hjá honum en ekki dómsmálaráðherra (þar flækist þrískiptingin). Svo þarf að útfæra frekar aðkomu hans í skilgreindum tilvikum.

Nú gerist ráðerra brotlegur í starfi og ætti samkvæmt öllum siðalögmálum að segja af sér en gerir það ekki. þá ætti forseta lýðveldisins að vera heimilt og skylt að veita honum lausn frá starfi og skipa annann í hans stað að höfðu samráði við ríkisstjórn og alþingi um skipan nýs ráðherra. Verði ekki samkomulag um það ætti forseti að hafa vald til að afturkalla umboð forsætisráðherra og boða til kosninga innan tiltekins tíma.

Þetta mál myndi leysast sjálfkrafa með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi með sama hætti og er í frakklandi. Þá myndu völd, ábyrgð, yfirlýsingar og fjárhagsáætlanir haldast betur í hendur og allar ábyrðarlínur yrðu skýrari frá A-Ö.

Mikilvægt að ákvæði um forseta séu skýr og greinileg og í samræmi við raunveruleika, þannig að ljóst sé hvar völd liggja og verkaskipting sé milli forseta, alþingis og ríkisstjórnar. Styð tillögur stjórnlagaráðs um takmörkun á fjölda kjörtímabila sem sami forseti getur setið, en einnig ákvæði um skýrari verkefni t.d. við stjórnarmyndun og skipun dómara.

Alls ekki. Hvað ef við kjósum óvart Trump nr. 2? Hlutverk forseta ætti ekki að tengjast "völdum" einungis að hann sé andlit/fulltrúi. Styðjum þingræði með öllum ráðum og tökum af allan vafa að hér sé ekki forsetaræði.

Ég sé miklu frekar að forseti alþingis verði kjörinn beinni kosningu til 4 ára. Forsetinn myndi jafnframt gegna stöðu forseta lýðveldisins. Varaforsetar yrðu áfram kjörnir eins og nú er.

Völd í hendi eins manns eru ekki æskileg,

Vald á í sem mestu mæli að vera hjá fólkinu - hugmyndin um samþjappað ópólitískt vald til að verja fólk ríkisvaldinu er mjög óraunsætt og embættið verður ekki minna pólitískt við að fá aukin völd.

tillögur stjórnlagaráðs ... frh ... 111. gr ESB fullveldis framsal 113. gr "5/6 þingmanna gætu frestað kosningum um 20 ár" ... sbr Pétur Blöndal þingmaður

... tillögur stjórnlagaráðs ... umboðslausrar ríkisskipaðrar nefndar ... sem skipuð var vegna ógildra kosninga ril stjórnlagaráðs ... eru meingallað viðvaninga fúsk ... t.d. 67. gr er mikil lýðræðisþrenging ... ekki hægt m.a. að kjósa um Icesave ... 82. gr staðgengill forseta - varaforseti verði forseti Alþingis er lýðræðisþrenging ... ókjörin varaforseti einn maður fer með öll völd forseta ... skipaður fulltrúi meirihluta Alþingis ... sem mun aldrei fara gegn Alþingií stað þriggja ...

Völd á hendi eins manns eru andlýðræðisleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information