Aldur forsetans

Aldur forsetans

Þegar Stjórnarskrá Íslands var samin árið 1944 var ekki langt um liðið síðan konur höfðu fengið kosningarétt og enn ríkti sú hugmynd að ungu fólki væri illa treystandi fyrir ábyrgðarhlutverki. Þess vegna verður forseti að hafa náð 35 ára aldri þegar hann tekur við embætti. En þetta er gamaldags og úrelt ákvæði. Eðlilegt er og í betra samræmi við nútímalega hugsun að afnema aldursákvæði önnur en þau sem gilda um almennan kosningarétt.

Points

Eðlilegt er að gera þá kröfu að æðst embættismaður þjóðarinnar, jafnvel þótt valdalítill sé, hafi haft tækifæri og tíma til að afla sér menntunar, þekkingar og starfsreynslu. Slík krafa er þegar gerð fyrir ýmis embætti og opinber störf. Til þess að uppfylla slíkar kröfur þarf tíma og fela þær í sér óbeina kröfu um aldur. Frá því sjónarmiði er ekki óeðlilegt að setja aldurmörk til embættistöku við 35 - 40 ára aldur. Álitamál er hvort ekki ætti að setja reglu um hámarksaldur líka.

Embætti forseta Íslands er á blaði æðsta embætti Íslands en forseti ber samt sem áður minnsta ábyrgð af öllum embættum landsins. Að setja aldurstakmörk á það embætti sem ber minnsta ábyrgð dagsdaglega er furðulegt.

Það ætti frekar að hækka aldurinn uppí 40 ára.

Til hvers að hafa aldursákvæði?

Aldur og aldur, já hann/hún þarf að vera þroskuð, en algert skilyrði að hann þekki land og þjóð sem er ansi víðtækt, 20 ára einstaklingur gerir það ekki. Það komast börn inn á Alþingi sem aldrei hafa unnið og jafnvel í æðstu stöður til að setja landinu lög og það er afleitt að það verði til stétt atvinnu pólitíkusa eins og er að verða til nú.

Það kemst enginn óvart í forsetaembætti, það fer fram lýðræðisleg kosning þar sem þjóðin velur þann einstakling sem hún telur hæfastan. Ef það vill svo til að sá einstaklingur er 31 árs, Hvern er 35 ára reglan þá að vernda? Eigum við ekki að treysta lýðræðinu frekar en grunnhyggnum hugmyndum um samband aldurs og þroska?

Eg er alveg sáttur við að hann verði að vera 35 ára. Þótt á þessu sé vissulega allur gangur, er ungt fólk oft heldur hvatvíst og hefur ekki þá lífsreynslu sem æskilegt er að forseti hafi. Yngra fólk sem hefur hug á þessu embætti og er hæft til þess getur sem hægast beðið. Auk þess held ég að mjög ungt fólk, segjum 19-20 ára njóti seint fulls trausts margs eldra fólks, hvort sem slíkt mat er á rökum reist eða ekki. En mikilvægt er að forseti geti notið trausts sem flestra.

aldursákvæði nei takk.

Fólkinu sem kýs væntanlegan forseta er fullkomlega treystandi til að velja besta forsetann, hversu gamall eða ungur hann eða hún er.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Ég þekki fólk undir tvítugu sem ég myndi treysta betur í forsetastól en flestum þeim sem eru orðnir 35 ára. Þroski er sannarlega áunninn, en hann kemur fram á mismunandi aldri. Leyfum frekar kjósendum að ákveða hver sé best/ur í þetta embætti. Líka, ef fólki finnst 35 ára rökin góð, af hverju er þá það sama fólk ekki að berjast fyrir hækkun aldurs til framboðs á Alþingi? Þaðan veljast ráðherra og þar eru lögin sett. Mig grunar að íhaldssemi hafi meira með þetta að gera en alvöru rök.

Ég vil hafa frekar lág neðri mörk, t.d. 40 ár, og nokkuð há efri mörk, t.d. 80 ár.

Óþarft og algengustu mótrök má of auðveldlega yfirfæra á aðra þjóðfélagshópa sem ekki er haldið frá mögulegu framboði. Þetta er óviðeigandi gangvart ungu fólki og fólki sem hefur verið ungt áður.

Forseti lýðveldisns þarf að hafa náð ákveðnum þroska, bæði andlega og líkamlega. Persónulega mundi ég ekki vilja sjá tvítugan einstakling sem forseta lýðveldisins og tel því að 35 ára reglan ætti að vera í fullu gildi en einnig að sá einstaklingur sem býður sig fram til þessa embættis gangist undir siðferðispróf og staðfestingu á því að viðkomandi sé heill á geðsmunum svo þjóðin fái ekki jafn kolbilaðan og sálsjúkan siðblindingja og Donald Trump.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information