Kjördæmaskipting

Kjördæmaskipting

Íslandi er skipt í sex kjördæmi sem hafa hvert um sig á bilinu 8-13 þingmenn. Samkvæmt núgildandi kosningakerfi er talsverður munur á vægi atkvæða í þessum kjördæmum. Í fámennari kjördæmum eru færri atkvæði á bak við kjörna fulltrúa heldur en í þeim fjölmennari. Þótt eðlilegt sé að þingmenn séu fulltrúar ákveðinna byggðarlaga þarf að tryggja að öll atkvæði vegi jafnt og breyta kjördæmaskipan til að ná því markmiði.

Points

Það er fráleitt að mismuna fólki vegna búsetu. Vægi atkvæða á að vera jafnt, óháð búsetu. Best væri að landið væri eitt kjördæmi til að tryggja jafnan atkvæðisrétt.

þá koma þíngmenn ekki bara af einu landsvæði höfum reinslu af einu kjördæmi niðurstaðan ekki hliðholl landsbygðinni þar að seigja stjórlagaráð

Landið eitt kjördæmi

Í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu var m.a. spurt: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Tveir þriðju hlutar þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi. Meirihlutastuðningur við jafnt atkvæðavægi var reyndar í öllum kjördæmum nema einu. Í 7 ár hefur Alþingi hins vegar hunsað þessa niðurstöðu og ekki tekið hana til umræðu. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga fékk heldur ekki það verkefni að fjalla um þetta brýna mál.

Það er hægt að jafna vægi atkvæða án þess að breyta kjördæmaskipan. Af hverju þarf að binda það að kjörmenn hvers kjördæmis megi ekki vera færri en 8? Er eithvað að því að gera Vestfirði alla að einmenningskjördæmi?

Stjórnlagaþingskosningin sýndi að eitt kjördæmi þýðir einfaldlega að þeir sem búa fjær höfuðborginni eiga ekki nema lítinn möguleika á að taka þátt í landstjórninni. Kjördæmaskipting landsins verður að vera til svo búsetumismununin sem birtist í stjórnlagaþingskosningunni verði ekki á alþingi. Fyrirkomulagið verður líka að taka mið af þeirri sjálfsögðu kröfu að atkvæðavægið skuli vera jafnt.

Það er ekkert eðlilegt við það að hinar dreyfðari byggðir þurfi að þvinga til aðgerða sem að alls ekki þjóna hagsmunum þeirra. Jafnvel reynast þeim hættulegar m.t.t. þess að ráða engu um eigin hagsmuni þar sem íbúar hafa mesta innsýn í og þekkja best þarfir sinna byggðalaga. Sbr tillögur ráðherra að þvinga sameiningar byggðalaga sem landfræðilega og samgöngulega geta ekki orðið nema til skaða og færa stjórnsýsluna fjær íbúum þvert gegn vilja og hagsmunum þeirra sem þar búa.

Öll svæði á landinu þurfa að hafa rödd, ef gera á landið að einu kjördæmi er mjög mikil hætta á að fámennari landsvæði verði algerlega án talsmanna. Það verður að gera einhverjar mótvægis ráðstafanir til að koma í veg fyrir það.

Ákvæði um kjördæmaskipan á ekki heima í stjórnarskrá, heldur á þetta að vera í almennum lögum því kjördæmaskipan getur breyst með þróun byggðar. Sé landi eitt kjördæmi er hætt við lýðræðishall því einungis þingmenn úr Reykjavík næðu kjöri til Alþingins, oft fólk með lítil tengsl eða þekkingu á skipan mál á landsbyggðinni. Í raun ætti Reykjavík í krafti sterkrar stöðu sinnar ekki að hafa neinn þingmann líkt og Washington DC í USA, því þar er öll stjórnsýslan og völdin staðsett.

Ísland er okkar land og það er okkar hagur að allt gangi upp fyrir vestan, austan, norðan og sunnan. Það sjá þetta allir svo atkvæði allra eiga að hafa sama vægi. Ekki að stjórnmálamaður komist inn á þing bara af því hann flytur lögheimili sitt í eyðikofa í byggðalagi þar sem atkvæðagildi er margfalt hærra en okkar í Reykjavík

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information