Ísland eitt kjördæmi

Ísland eitt kjördæmi

Misjafnt atkvæðavægi er afleiðing kjördæmaskiptingarinnar og verður tæpast leiðrétt að fullu nema með því að sameina landið í eitt kjördæmi. Ákvæði um þetta á því að festa í stjórnarskrá.

Points

Engin

Kjördæmaskipan í dag er ólýðræðisleg. Hún skapar ójafnvægi milli val kjósenda í kosningum og fjölda kjörna fulltrúa. Með ójöfnu kosningarvægi milli kjördæma getur minnihluti kjósenda ná meirihluta kjörna fulltrúa á Alþingi. Kjósendur í fámennum kjördæmum geta ráðið úrslitum kosninga umfram kjósendur í fjölmennari kjördæmum. Þetta er mismunun sem er ósanngjörn í lýðræðisþjóðfélag sem er að endurskukoða og bæta stjórnarskrá Þjóðarinnar.

Flestir okkar þingmanna búa á stór-Reykjavíkursvæðinu. Sumir hafa málamynda búsetu annars staðar eða fast afdrep í borginni. Það er því ekki þörf á því að höfuðborgin hafi sama atkvæðavægi og aðrir. Þetta er þekkt víða. 711.000 ibuar Washington DC hafa enga öldungadeildarþingmenn. Þess þarf ekki, það er nóg að allir vinni þar. Í borgríkinu okkar skynsamlegra að landið sé tvö kjördæmi. Atvinnusvæði höfuðborgarinnar og svo hinir og mun færri íbúar á bak við þingmenn landsbyggðarinnar til jöfnunar

Eitt kjördæmi gæti verið með verri hugmyndum í íslenksum stjórnmálum. Betra væri að færa meira vald niður til kjördæmana um ákvarðanir sem eiga við kjördæmin sjálf. Alveg eins og hvernig bóndi á Vopnafirði hefur lítið um það að segja hvernig fólk í 101 lifir lífinu sínu, hefur fólk í 101 lítið um það að segja hvernig fólk á landsbyggðinni lifir sínu.

Fyrst og fremst óska ég eftir því að öll atkvæði hafi jafnt vægi.

Að allir hafi sama atkvæðisrétt.1maður 1 atkvæði

Allir kjósendur eiga að hafa sama vægi óháð búsetu. Annað er ekki rètt.

Í raun fáránlegt að fjölmennasta svæðið hafi minna eða sama vægi og önnur svæði. Alger rökleysa að halda því fram að landsbyggðin sé í einhverri hættu ef Ísland verði eitt kjördæmi. Það hlýtur að vera hægt að huga að landsbyggðinni þó svo allir fái jafnan atkvæðisrétt.

Mikilvægi landsbyggðar á Íslandi er gríðarlegt fyrir efnahag og velferð Íslendinga. Ef landið yrði eitt kjördæmi, hefði landsbyggðin samanlagt um þriðjung atkvæða. Það leiðir óhjákvæmilega til þess að þeirra mál verði ekki rædd og afgreidd og fólk flýi landsbyggðina í enn meira mæli. Það hefur skaðleg áhrif fyrir þjóðina alla. Því skal landið vera áfram kjördæmaskipt.

Fjöldi íslendinga rúmast í einu kjördæmi.

Ef á að halda allra núverandi byggð áfram þurfa að koma ákvæði um það, hvernig það á að framkvæmast er annað mál. Það gerist örugglega ekki með jöfnu vægi atkvæða.

Það er ekki skynsamlegt þar sem þá hefði höfuðborgarsvæðið úrslitavald í öllum málum sem jafnvel skipta landsbyggðina öllu máli. Það yrði í raun einræði höfuðborgarinnar yfir landsbyggðinni.

Landsbyggðin gleymist og legst af hraðar en lokun flugvallar í Vatnsmýrinni

Vægi athvæða á að sjálfsögðu að vera jafnt áháð búsetu

Þingheimur virðist ekki alveg vera með hlutina á hreinu gagnvart landsbyggðinni og ekki yrði það betra ef þingmönnum landsbyggðarinnar yrði fækkað

eg upplifi það sem órettlæti að mitt atkvæi gildi minna en annara byggt a busetu

Eitt land, eitt atkvæði, þjóð sem er eins litið og við hefur ekkert að gera með kjördæmaskipan við erum eins og þorp að stærð miðað við erlendis. Allt of mikið kostnaður er hent í að vera með kjördæmaskipan og allir þessir kjörnir fulltrúar, nefndum og ráðum. Með því að gera þjóðin að eitt kjördæmi vinnast hlutir miklu betur fyrir alla, enginn tími eyddur í óþarfa þvæla alþingismanna.

Misvægi atkvæða skapar jarðveg fyrir spillingu. Jafnt vægi atkvæða er ein af grunnstoðum heiðarlegs lýðræðis.

það er hægt að hugsa sér nokkrar aðferðir við að ákveða atkvæðavægi. Eitt er fólksfjöldi en einnig mætti miða við aðra þætti eins og t.d. landstærð, eða hvar tekjur samfélagsins verða til, eða sambland af þessum og fleiri þáttum. Það er allavega dagljóst að ekki er réttlátt aðeinfaldur mannfjöldi sé eina rétta aðferðin við þetta.

More points (66)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information