Persónukjör

Persónukjör

Kjósendur hafa samkvæmt núverandi kerfi í raun aðeins val um flokka. Þeir geta með útstrikunum fellt frambjóðendur úr sæti, en slíkt hefur þó aldrei gerst og í raun hafa kjósendur engin áhrif á röð frambjóðenda í almennum kosningum. Þessu má breyta með því að nota persónukjör í auknum mæli. Stjórnarskrá þarf að innihalda ákvæði um persónukjör þar sem kjósendur hafa ekki aðeins val um flokka heldur ákvarða einnig að einhverju marki röð frambjóðenda á flokkslistum.

Points

Persónukjör á hluta Alþingismanna, t.d. 15 þingmenn gæti haft jákvæð áhrif á fjölbreytni á þingi. Eingöngu persónukjör hefur staðnað í löndunum í kringum okkur og er gott að skoða kosningar til forseta USA til að sjá hversu gríðarlega skortir valmöguleika, það eru bara hinir ríku og frægu sem komast áfram og svoleiðis yrði það fljótt hérlendis, því miður.

Aukið vald kjósenda og þar með aukinn áhugi þeirra á lýðræðinu. Þetta hvetur hæfileikaríkt fólk að gefa kost sér og slugsunum ætti að fækka.

Það verða alltaf bæði æskilegt og óæskilegt fólk í öllum flokkum að mati hvers kjósanda. Það hlýtur að vera kostur að geta beitt atkvæði sínu á nákvæmari hátt.

Endilega personukjor það eru alltomargir labbakutar a þingi

Ég vil persónukjör

Ég vil geta kosiđ fólk frekar en flokka. Ég kýs persónukjör.

Það hefur sýnt sig að það er ekki auðvelt fyrir einstakling innan flokks að hafa sjálfstæða skoðun heldur verður hann að fylgja stefnu flokksins. Ef hann fylgir ekki flokknum þá á hann enga framamöguleika innan klíku flokksins og því lætur hann það frekar ráða. 3 flokkar í stjórn er því á vissan hátt ekki meira en 3 einstaklingar og hugsanlega 3 skoðanir. Spilling á líka trúlegast auðveldar uppdráttar í flokkakerfi en einstaklings. Kjósum einstaklinga , það er augljóst að það er réttara.

Einn maður, eitt atkvæði.

Í mínum huga eru kostir persónukjörs fyrir kjósendur augljósir: * Kjósandi velur frambjóðanda á forsendum kosta viðkomandi í huga kjósanda og þvert á flokka. * Þetta kerfi útaf fyrir sig er augljóslega mikið meira krefjandi fyrir frambjóðendur þvert á flokka þar sem þeir vita að röðin INN á þing ræðst af einstalkingsforsendum...þrátt fyrir pólitískan starfshóp/stjórnmálaflokk og stefnu hans. * Mikilvægast er að aðhald kjósanda við kjörna þingmenn verður beint og það styrkir heiðarleika/ traust!

Mæli með að Alþingi lögfesti nýju stjórnarskrána í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012. Þar atkvæðavægi jafnað þó jafnframt sé gerð heimild til að kjördæmabinda tiltekna þingmenn. Þar er líka að finna heimild til persónukjörs og heimild til að ráðstafa atkvæði sínu þvert á flokka. Það þarf ekki að finna upp hjólið því Íslendingar eru búnir að skrifa nýja stjórnarskrá. Við verðum að sýna lýðræðinu okkar þá virðingu að lögfesta hana og svo lögum við hana til ef þess þarf.

Já ég vil persónukjör. Er mjög ósátt við núverandi kerfi sem er bara verið að rétta möguleika á spillingu á silfurfati. Við kjósendur fá aukinvöld með atkvæðin sín og gæti jafnvel leitt til þess að hæfari menn fá sæti á alþingi.

Ég er ekki frá því að ef fólk kæsi fólk en ekki flokka þá væri fólk eins og Vigdís Hauksdóttir og Brynjar Níelssen löngu horfin úr stjórnmálum.

Mér finnst orðið mjög erfitt að kjósa til Alþingis. Finnst margir í ýmsum flokkum algjörlega óhæfir til framboðs og setu á Alþingi. Það útilokar fyrir mér að kjósa flokkana. Margir eru ekki að vinna þar fyrir land og þjóð. Ég vil geta kosið um fólk. Held að það komi mun meira af hæfileikaríku heiðarlegu fólki í framboð ef það þarf ekki að stilla sér upp í raðir úreltra flokka. Ef um persónukjör er að ræða þá ætti að vera hægt að losna við viðkomandi ef eitthvað misjafnt kemur uppá.

Óþolandi valdhroki...kerfið þjónar bara sjálfu sér

Löngu búið að kjósa um breytta stjórnarskrá og óþolandi að stjórnvöld geri ekkert með niðurstöðu kosningana. Meirihluti þjóðarinnar vill breytta stjórnarskrá...

Eins og er bent á hefur það lítið sem ekkert vægi að strika yfir nafn á kjörseðli. Það er vont að hafa ekki vald til að velja

Fjölbreyttari valkostir þýðir fjölbreyttara lýðræði. Flokkum er ekki treystandi að stilla eigið fólki upp í valdastöður, í hið minnsta ættu kjósendur að geta valið mannskapinn í flokkunum sem þau kjósa. Flokksráðendur stilla upp hvaða vitleysingum sem henta hagsmunum þeirra, galið og stórgallað kerfi. Miðað við ráðherrastöðuna í núverandi "stjórn", þá mætti alveg eins hætta að reka ríkisstjórn og leggjast í dvala þar til eitthvað breytist. Stjórnarandstaðan er varla betri *hóst* Miðflokkurinn.

Með persónukjöri er mikil hætta á að lýðskrumarar komist til valda.

Það þarf alltaf að mynda stjórn að loknum kosningum. Ég tel að það yrði erfiðara ef við kjósum einstaklinga en ekki flokka. Ég er líka hrædd um að einstaklingskosningar yrðu vinsældarkosningar um einstök mál en ekki kosningar um stefnu. Það þarf að vera pólítísk heildræn stefna. Flokkarnir þurfa að vera mjög skýrir fyrir kosningar um sína stefnu og hvaða mál eru óumsemjanleg í stjórnarsamstarfi ólíkra flokka.

Persónukjör færir kjósendum aukið vald með atkvæði sínu, jafnvel þvert á flokka. Þetta gæti leitt til þess að hæfileikaríkt fólk gæfi frekar kost á sér án þess að þurfa að komast til metorða innan ákveðins stjórnmálaflokks. Þannig yrðu áhrif prófkjöra einnig mun minni - prófkjör eru að margra mati meingallað fyrirbæri þar sem smölun viðgengst og tiltölulega fáir einstaklingar ráða hverjir raðast efst á framboðslista. Persónukjör gæti einnig dregið úr hjarðhegðun innan stjórnmálaflokka.

More points (22)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information