Persónukjör

Persónukjör

Kjósendur hafa samkvæmt núverandi kerfi í raun aðeins val um flokka. Þeir geta með útstrikunum fellt frambjóðendur úr sæti, en slíkt hefur þó aldrei gerst og í raun hafa kjósendur engin áhrif á röð frambjóðenda í almennum kosningum. Þessu má breyta með því að nota persónukjör í auknum mæli. Stjórnarskrá þarf að innihalda ákvæði um persónukjör þar sem kjósendur hafa ekki aðeins val um flokka heldur ákvarða einnig að einhverju marki röð frambjóðenda á flokkslistum.

Points

Ég vil persónukjör

Það er oftast gott fólk í flestum flokkum

Góðar, réttsýnar og vinnusamar manneskjur þurfa oft að beygja sig undir "rétthugsun" síns flokks sem gengur á skjön við þeirra gildi og gildi kjósenda. Þannig fólk vildi ég geta pikkað út og kosið.

Kjósendur eiga að fá að raða saman þá einstaklinga sem þeir treysta mest til að sjá um málefni sem koma til alþingis. Persónukjör minnka líkur á klíkumyndun og hvetur fólk til að vinna saman alveg sama hvaðan þeir komu í pólitíkinni.

Í mínum huga eru kostir persónukjörs fyrir kjósendur augljósir: * Kjósandi velur frambjóðanda á forsendum kosta viðkomandi í huga kjósanda og þvert á flokka. * Þetta kerfi útaf fyrir sig er augljóslega mikið meira krefjandi fyrir frambjóðendur þvert á flokka þar sem þeir vita að röðin INN á þing ræðst af einstalkingsforsendum...þrátt fyrir pólitískan starfshóp/stjórnmálaflokk og stefnu hans. * Mikilvægast er að aðhald kjósanda við kjörna þingmenn verður beint og það styrkir heiðarleika/ traust!

Stjórnmálaflokkar eru fyrirbæri sem ég er ekki hrifin af og því vil ég frekar kjósa fólk

Endilega personukjor það eru alltomargir labbakutar a þingi

Með persónukjöri er mikil hætta á að lýðskrumarar komist til valda.

Mikil hætta á því að frambjóðendur utan af landi nái ekki kjör þannig að mörg atkvæði detti dauð niður. Mikil hætta á að einungis frægir og þekktir úr Reykjavík nái einungis kjöri og mun því leiða til lýðræðishalla í samfélaginu.

Mæli með persónukjöri einsog stjórnlagaráð leggur til, persónukjör hvetur til þátttöku, eykur áhrif kjósenda á uppröðun lista þvert á flokka.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi að þá er í raun komið á ákveðnu PERSÓNUKJÖRI þar sem að þú krossar við þann einstakling sem að þú treystir best til að leiða þjóðina inn í framtíðina.

Ég held ekki, þó að það hafi þann kost að við vitum hvað við fáum. Ég held að það yrði jafnvel erfiðara að fá fólk til að gefa sig að stjórnmálum.

Persónukjör á hluta Alþingismanna, t.d. 15 þingmenn gæti haft jákvæð áhrif á fjölbreytni á þingi. Eingöngu persónukjör hefur staðnað í löndunum í kringum okkur og er gott að skoða kosningar til forseta USA til að sjá hversu gríðarlega skortir valmöguleika, það eru bara hinir ríku og frægu sem komast áfram og svoleiðis yrði það fljótt hérlendis, því miður.

Einn maður, eitt atkvæði.

Óþolandi valdhroki...kerfið þjónar bara sjálfu sér

😀AUÐVITAÐ KJOSA FOLK

Persónukjör er það sem koma skal. Þannig fá kjósendur að sýna betur en nú, hverjum þeir treysta til að sitja á Alþingi. Í hverjum flokki eru bæði góðir frambjóðendur og minna góðir. Þannig að persónukjör verður mun skilvirkara fyrir kjósendur. Þannig sýnist mér einnig að alþingismenn, ættu ekki að geta hlaupið á milli flokka eftir þeirra eigin hagsmunum, heldur verði þeir að víkja burt af Alþingi, gerist þeir sannanlega brotlegir í starfi.

Já ég vil persónukjör. Er mjög ósátt við núverandi kerfi sem er bara verið að rétta möguleika á spillingu á silfurfati. Við kjósendur fá aukinvöld með atkvæðin sín og gæti jafnvel leitt til þess að hæfari menn fá sæti á alþingi.

Ég vil geta kosiđ fólk frekar en flokka. Ég kýs persónukjör.

More points (22)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information