Persónukjör

Persónukjör

Kjósendur hafa samkvæmt núverandi kerfi í raun aðeins val um flokka. Þeir geta með útstrikunum fellt frambjóðendur úr sæti, en slíkt hefur þó aldrei gerst og í raun hafa kjósendur engin áhrif á röð frambjóðenda í almennum kosningum. Þessu má breyta með því að nota persónukjör í auknum mæli. Stjórnarskrá þarf að innihalda ákvæði um persónukjör þar sem kjósendur hafa ekki aðeins val um flokka heldur ákvarða einnig að einhverju marki röð frambjóðenda á flokkslistum.

Points

Ég vil persónukjör

Það er oftast gott fólk í flestum flokkum

Góðar, réttsýnar og vinnusamar manneskjur þurfa oft að beygja sig undir "rétthugsun" síns flokks sem gengur á skjön við þeirra gildi og gildi kjósenda. Þannig fólk vildi ég geta pikkað út og kosið.

Kjósendur eiga að fá að raða saman þá einstaklinga sem þeir treysta mest til að sjá um málefni sem koma til alþingis. Persónukjör minnka líkur á klíkumyndun og hvetur fólk til að vinna saman alveg sama hvaðan þeir komu í pólitíkinni.

Í mínum huga eru kostir persónukjörs fyrir kjósendur augljósir: * Kjósandi velur frambjóðanda á forsendum kosta viðkomandi í huga kjósanda og þvert á flokka. * Þetta kerfi útaf fyrir sig er augljóslega mikið meira krefjandi fyrir frambjóðendur þvert á flokka þar sem þeir vita að röðin INN á þing ræðst af einstalkingsforsendum...þrátt fyrir pólitískan starfshóp/stjórnmálaflokk og stefnu hans. * Mikilvægast er að aðhald kjósanda við kjörna þingmenn verður beint og það styrkir heiðarleika/ traust!

Stjórnmálaflokkar eru fyrirbæri sem ég er ekki hrifin af og því vil ég frekar kjósa fólk

Endilega personukjor það eru alltomargir labbakutar a þingi

Með persónukjöri er mikil hætta á að lýðskrumarar komist til valda.

Mikil hætta á því að frambjóðendur utan af landi nái ekki kjör þannig að mörg atkvæði detti dauð niður. Mikil hætta á að einungis frægir og þekktir úr Reykjavík nái einungis kjöri og mun því leiða til lýðræðishalla í samfélaginu.

Mæli með persónukjöri einsog stjórnlagaráð leggur til, persónukjör hvetur til þátttöku, eykur áhrif kjósenda á uppröðun lista þvert á flokka.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi að þá er í raun komið á ákveðnu PERSÓNUKJÖRI þar sem að þú krossar við þann einstakling sem að þú treystir best til að leiða þjóðina inn í framtíðina.

Ég held ekki, þó að það hafi þann kost að við vitum hvað við fáum. Ég held að það yrði jafnvel erfiðara að fá fólk til að gefa sig að stjórnmálum.

Persónukjör á hluta Alþingismanna, t.d. 15 þingmenn gæti haft jákvæð áhrif á fjölbreytni á þingi. Eingöngu persónukjör hefur staðnað í löndunum í kringum okkur og er gott að skoða kosningar til forseta USA til að sjá hversu gríðarlega skortir valmöguleika, það eru bara hinir ríku og frægu sem komast áfram og svoleiðis yrði það fljótt hérlendis, því miður.

Einn maður, eitt atkvæði.

Óþolandi valdhroki...kerfið þjónar bara sjálfu sér

😀AUÐVITAÐ KJOSA FOLK

Persónukjör er það sem koma skal. Þannig fá kjósendur að sýna betur en nú, hverjum þeir treysta til að sitja á Alþingi. Í hverjum flokki eru bæði góðir frambjóðendur og minna góðir. Þannig að persónukjör verður mun skilvirkara fyrir kjósendur. Þannig sýnist mér einnig að alþingismenn, ættu ekki að geta hlaupið á milli flokka eftir þeirra eigin hagsmunum, heldur verði þeir að víkja burt af Alþingi, gerist þeir sannanlega brotlegir í starfi.

Já ég vil persónukjör. Er mjög ósátt við núverandi kerfi sem er bara verið að rétta möguleika á spillingu á silfurfati. Við kjósendur fá aukinvöld með atkvæðin sín og gæti jafnvel leitt til þess að hæfari menn fá sæti á alþingi.

Ég vil geta kosiđ fólk frekar en flokka. Ég kýs persónukjör.

Er ekki hlynnt persónukjöri nema því sem felst í að stroka út á lista við kosningar. Vildi sjá aukið vægi í að kjósendur geti fært frambjóðendur til á þeim lista sem þeir velja í kosningum. Annars eru einu rökin sem ég sé við persónukjõr þau, að þá er ekki flakk á milli flokka á kjörtímabilinu. Hef aldrei skilið þau rök að þingmaður sé ekki bundinn við sinn flokk eftir kosningu, vegna þess að það er flokkur en ekki einstaklingur sem er kosinn.

Það hefur sýnt sig að það er ekki auðvelt fyrir einstakling innan flokks að hafa sjálfstæða skoðun heldur verður hann að fylgja stefnu flokksins. Ef hann fylgir ekki flokknum þá á hann enga framamöguleika innan klíku flokksins og því lætur hann það frekar ráða. 3 flokkar í stjórn er því á vissan hátt ekki meira en 3 einstaklingar og hugsanlega 3 skoðanir. Spilling á líka trúlegast auðveldar uppdráttar í flokkakerfi en einstaklings. Kjósum einstaklinga , það er augljóst að það er réttara.

Það kom fram í orkupakka málinu að þótt mikill meirihluti þjóðarinna sé andvígur orkupakkanum, þá er hægt að snúa einstökum stjórnmálamönnum algjörlega í 180°. Það þarf bæði tryggja að þjóðinn getur skotið einstöku máli til þjóðarinnar og líka velja einstaka persónur á þing. Mjög margir þingmenn hafa talað fjálglega um þjóðaratkvæðagreiðslu, en þegar til kastana kom, þá vildu þeir það alls ekki, Píratar voru það fremstir í flokkik

Ég er orðin þreytt á þeim sem sitja alþingi og vinna ekki neitt eða sem minnst. Þeir hafa ekkert að gera þar.

Ég er ekki frá því að ef fólk kæsi fólk en ekki flokka þá væri fólk eins og Vigdís Hauksdóttir og Brynjar Níelssen löngu horfin úr stjórnmálum.

já Ég vil geta kosið um fólk.

Það verða alltaf bæði æskilegt og óæskilegt fólk í öllum flokkum að mati hvers kjósanda. Það hlýtur að vera kostur að geta beitt atkvæði sínu á nákvæmari hátt.

Allt sem dregur úr vægi atvinnustjórnmála og flokksræði er af hinu góða. Allt sem mögulega getur sett hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum er af hinu góða.

Eins og er bent á hefur það lítið sem ekkert vægi að strika yfir nafn á kjörseðli. Það er vont að hafa ekki vald til að velja

Aukið vald kjósenda og þar með aukinn áhugi þeirra á lýðræðinu. Þetta hvetur hæfileikaríkt fólk að gefa kost sér og slugsunum ætti að fækka.

Fjölbreyttari valkostir þýðir fjölbreyttara lýðræði. Flokkum er ekki treystandi að stilla eigið fólki upp í valdastöður, í hið minnsta ættu kjósendur að geta valið mannskapinn í flokkunum sem þau kjósa. Flokksráðendur stilla upp hvaða vitleysingum sem henta hagsmunum þeirra, galið og stórgallað kerfi. Miðað við ráðherrastöðuna í núverandi "stjórn", þá mætti alveg eins hætta að reka ríkisstjórn og leggjast í dvala þar til eitthvað breytist. Stjórnarandstaðan er varla betri *hóst* Miðflokkurinn.

Sjálfsagt, og spurning hvort að ekki eigi að hafa Alþingi deildaskipt, þ.e. hluti sé kjördæmakosinn, og hinn hlutinn einvörðungu persókukjörinn, það leiðir síðan af sér hugmyndir sem hafa verið lengi við lýði og eru landsfjórðungaþing, sem hefðu þá frekar framkvæmdavald. (þetta er eiginlega back to the basics dæmi þ.e. í gamla sýslunefnda dæmið)

Löngu búið að kjósa um breytta stjórnarskrá og óþolandi að stjórnvöld geri ekkert með niðurstöðu kosningana. Meirihluti þjóðarinnar vill breytta stjórnarskrá...

Ég kýs þann flokk sem kemst næst lífsskoðunum mínum og mér finnst að eðlilegt að fá að hafa áhrif á röðunm á listanum sem ég kýs. Mér finnst óeðlilegt að ég geti hafa áhrif á röðun þingmanna í flokki sem ég kýs ekki.

Það þarf alltaf að mynda stjórn að loknum kosningum. Ég tel að það yrði erfiðara ef við kjósum einstaklinga en ekki flokka. Ég er líka hrædd um að einstaklingskosningar yrðu vinsældarkosningar um einstök mál en ekki kosningar um stefnu. Það þarf að vera pólítísk heildræn stefna. Flokkarnir þurfa að vera mjög skýrir fyrir kosningar um sína stefnu og hvaða mál eru óumsemjanleg í stjórnarsamstarfi ólíkra flokka.

Einhverskonar lausn sem gefur fólki kost á að endurraða fólki á lista þeirra flokka sem það kýs væri skásta persónukjörs leiðin og gott fyrsta skref. Slíkt fyrirkomulag hefur gefist ágætlega þar sem það er til staðar. Stjórnmálaflokkar þá aðlagað sig þessu. Og almennt breyta kjósendur listunum minni en ætla mætti. Lykilatriðið er að þessi réttur sé til staðar og hafi einhver áhrif.

Mér finnst orðið mjög erfitt að kjósa til Alþingis. Finnst margir í ýmsum flokkum algjörlega óhæfir til framboðs og setu á Alþingi. Það útilokar fyrir mér að kjósa flokkana. Margir eru ekki að vinna þar fyrir land og þjóð. Ég vil geta kosið um fólk. Held að það komi mun meira af hæfileikaríku heiðarlegu fólki í framboð ef það þarf ekki að stilla sér upp í raðir úreltra flokka. Ef um persónukjör er að ræða þá ætti að vera hægt að losna við viðkomandi ef eitthvað misjafnt kemur uppá.

Mæli með að Alþingi lögfesti nýju stjórnarskrána í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012. Þar atkvæðavægi jafnað þó jafnframt sé gerð heimild til að kjördæmabinda tiltekna þingmenn. Þar er líka að finna heimild til persónukjörs og heimild til að ráðstafa atkvæði sínu þvert á flokka. Það þarf ekki að finna upp hjólið því Íslendingar eru búnir að skrifa nýja stjórnarskrá. Við verðum að sýna lýðræðinu okkar þá virðingu að lögfesta hana og svo lögum við hana til ef þess þarf.

Kosning til stjórnlagaþings sýndi fram á stórann galla við persónukjör: Fyrirfram þekktir einstaklingar og þeir fjársterku (sem keyptu auglýsingar) voru þeir sem helst hlutu brautargengi. Ljóst er að stíga þarf varlega til jarðar í þessum málum og huga vel að hvernig bæta mætti starfsemi löggjafarvalds m.t.t. breytinga sem þessara.

Persónukjör færir kjósendum aukið vald með atkvæði sínu, jafnvel þvert á flokka. Þetta gæti leitt til þess að hæfileikaríkt fólk gæfi frekar kost á sér án þess að þurfa að komast til metorða innan ákveðins stjórnmálaflokks. Þannig yrðu áhrif prófkjöra einnig mun minni - prófkjör eru að margra mati meingallað fyrirbæri þar sem smölun viðgengst og tiltölulega fáir einstaklingar ráða hverjir raðast efst á framboðslista. Persónukjör gæti einnig dregið úr hjarðhegðun innan stjórnmálaflokka.

Það er hægt að kjósa bæði flokka og fólk. Ef fyrirkomulagið er þannig að flokkar setja fram sína lista eins og venjulega en röðun kjósenda á þá lista ræður þá nást bæði markmiðin. Þannig væri hægt að kjósa ákveðinn flokk og treysta röðun annara kjósanda (ég vil þennan flokk, sama hvaða frambjóðendur fá umboð) eða búa til eigin röðun frambjóðenda (ég vil þessa frambjóðendur sama í hvaða flokki þeir eru). Lykilatriðið er að röðun kjósenda ráði, en hafi ekki "sama og engin" áhrif eins og nú.

Það gæti verið verra en ekkert að blanda persónukjöri og flokkakjöri saman: Í stað þess að skáka flokksvaldi gæti það orðið til þess að grafa undan flokkum sem vettvangi samvinnu. Þó að flokkar séu gallaðir að mörgu leyti, gefa þeir almenningi þrátt fyrir allt kost á þátttöku og áhrifum á meðan flokkar vinna saman sem heildir frekar en að vera samkeppnisvettvangur einstaklinga í kosningum. Betra er því að búa til vettvang einstaklingsframboða til hliðar við flokkana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information