Skautasvell undir berum himni

Skautasvell undir berum himni

Það er frábær fjölskylduskemmtun að skauta - fyrir utan hvað það er góð hreyfing. Útiskautasvell í Kópavogi væri góð viðbót við íþrótta- og afþreyingarflóruna í bænum. Hægt væri að staðsetja svellið í tengslum við íþróttamannvirki t.d. í Fífunni. Sú staðsetning er mjög miðsvæðis og tryggir góðan rekstrargrundvöll sem þýðir að tekjur ættu að dugar fyrir daglegum rekstri. Fyrir utan almenningstíma væri hægt að bjóða grunnskólum bæjarins að koma að skauta í tengslum við íþróttakennslu.

Points

Að skauta er góð skemmtun og hreyfing. væri samt betra að hafa það innandyra

😃

Frábær hugmynd ! :)

Skemmtun og útivera fyrir alla fjölskylduna.

Skautar eru skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Hreyfing er mikilvæg og gott að eiga möguleika á að öll fjölskyldan geti stundað hreyfingu saman :)

Ég vil frekar skautahöll svo hægt sé að nota þetta til íþróttaiðkunar í t.d. hokkí, listskautum og skautahlaupi. Það er ekkert svoleiðis í bænum.

Það væri algjör snilld! Kópavogur er miðsvæðis og þarf ekki að kosta svo mikið að útbúa þetta. :)

Þetta er frábær fjölskylduskemmtun og góð útivera, börnin mín æfa hokký og það væri gaman að hafa svell nálægt heimilinu

Snilld

Aðstöðuleysi hefur aftrað vexti skautaíþróttarinnar um þó nokkurt skeið. Því væri frábært að fá annað svell á höfuðborgarsvæðið og er staðsetningin við Fífuna einmitt alveg tilvalin. Það væri skynsamlegt að hafa möguleikann opinn fyrir yfirbyggingu seinna meir til að hýsa skipulagða íþróttastarfsemi eins og t.d. listskauta og íshokkí.

Útisvell væri góð við bót við íþróttasvæðið í Smáranum. Skautahöll samt mun notadrýgri til íþróttaiðkunar, t.d. hokkí og listskautar.

Útisvell væri góð við bót við íþróttasvæðið í Smáranum. Yfirbyggt svell væru samt mun notadrýgra.

Verandi móðir tveggja stúlkna sem hafa æft listskauta í um 8 ára mundi ég mæla frekar með nýrri skautahöll í bænum. Þó nokkur fjöldi barna í Kópavogi æfir nú skautaí RVK, en þurfa að fara langt til að sækja sína íþrótt. Þar sem oft er stutt á milli skólaloka og æfingartíma þurfa foreldar oftast að skutla þeim á milli. Það að hafa útisvell í veðurfari sem er eins breytilegt og hér á landi getur verið erfitt að halda í gangi yfir veturinn. Ný skautahöll væri kærkomin viðbót.

Ùtiskautasvell er flott hugmynd en alvöru skautasvell myndi nýtast mun betur. Kópavogur gæti ef til vill eignast Íslandsmeistara í listskautum eða íshokkí. Ef að höllin væri með stúku allan hringinn og lítið æfingavell við hliðina á gæti höllin nýst í allskonar viðburði.

Mikil þörf er fyrir fleiri skautasvell á höfuðborgarsvæðinu en sem fyrrverandi formaður Skautafélags Reykjavíkur (SR) tel ég að mun betri rekstrargrundvöllur sé fyrir yfirbyggðu svelli þar sem veðurfar er óstöðugt, svo ekki sé meira sagt. Ég hvet forsvarsmenn til að kynna sér forsendur með því að ræða við SR og ÍBR um rekstur og nýtingu þar sem þar er reynsla af bæði útisvelli og yfirbyggðu svelli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information