Verum ekki að finna upp hjólið

Verum ekki að finna upp hjólið

Það er búið að viðhafa víðtækt samráð við þjóðina og stjórnlagaráð kjörið sem skrifaði drög að nýrri stjórnarskrá. Síðan er búið að taka litla yfirferð og taka til greina nokkrar ábendingar frá Feneyjarnefnd og öðrum sérfræðingum. Eina ástæðan fyrir því að það er ekki beinlínis vond hugmynd að taka annan samráðssnúning er hve lengi stjórnvöld og alþingi hafa hunsað vilja kjósenda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið 2012. Ræðum kannski þjóðkirkjuákvæðið, það var alltaf til hliðar.

Points

Það er búið að láta okkur bíða nógu lengi.

Ný stjórnarskrá er tilbúin og þjóðin kaus um hana en þær ríkisstjórnir sem hafa setið hingað til hafa hunsað vilja almennings. Drögum fram stjórnarskránna sem smíðuð var af almenningi, fyrir almenning og krefjumst þess að núverandi ríkisstjórn samþykki hana, rjúfi síðan þing og boði til kosninga svo hún taki gildi ekki síðar en strax. Þjóðin hefur nú þegar beðið of lengi og tapað of miklu.

Þetta gengur ekki upp! Fyrst er sagt að búið sé að hafa samráð árið 2012 og að ekki eigi að hrófla við málinu þar sem búið sé að greiða um það þjóðaratkvæði en í næstu setningu segir „Ræðum kannski þjóðkirkjuákvæðið“😀 Annað hvort vill fólk að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðisins eða ekki. Þetta hljómar svolítið eins og að segja ég vil að Alþingi virði þær niðurstöður atkvæðagreiðslunnar sem eru mér að skapi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information