Stjórnlagaráð skýrði hlutverk forsetans!

Stjórnlagaráð skýrði hlutverk forsetans!

Hlutverk forseta er mun skýrara í stjórnarskránni sem stjórnlagaráð skrifaði. Í núverandi stjórnarskrá er vald forseta túlkunaratriði fyrir lögfróða og misruglaðra forseta. Við kusum stjórnlagaráð og síðan var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur hennar. Í þeirri nýju stjórnarskrá eru skýr ákvæði um hvernig almenningur getur breytt stjórnarskránni. Ef þingið getur hunsað þessa þjóðaratkvæðagreiðslu mun það geta hunsað þetta samráð alveg jafn auðveldlega.

Points

Þetta mál myndi leysast sjálfkrafa með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi með sama hætti og er í frakklandi. Þá myndu völd, ábyrgð, yfirlýsingar og fjárhagsáætlanir haldast betur í hendur og allar ábyrðarlínur yrðu skýrari frá A-Ö.

Verkaskipting löggjafarvalds (Alþingis) og framkvæmdavald (Forseti) ætti að vera skýrara. Hlutverk forsetaembættisins á að vera skýr og ekki háð duttlungum þess er gegnir embættinu hverju sinni.

Hlutverk forseta er skýrara í tillögu Stjórnlagaráðs. Gæta verði þess að ákvæði núv. stjórnarskrár um vald forseta (upprunalega úr dönsku stj.skr. frá 1849) verði endurskoðuð, s.s. um málskotsrétt (frá 1944) og að ákvæðið um að forseti skipi ráðherra verði fellt burt.

Ef það er hægt að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að hunsa allt annað samráð.

Þegar kosið var til stjórnlagaþings var landið haft eitt kjördæmi. Niðurstaða af þeim kostningum leiddi það af sér að landsbyggðin hafði sáralitla aðkomu að því þinghaldi sem gerir niðurstöðu þess mark litla. Færir samt sönnur á hverskonar óhæfa það væri að hafa landið eitt kjördæmi..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information