Land sé eitt kjördæmi og atkvæði vegi jafnt

Land sé eitt kjördæmi og atkvæði vegi jafnt

Eins og staðan er núna er fólki mismunað gróflega eftir búsetu hvað varðar vægi atkvæða. Ísland hefur fengið margar athugasemdir vegna þessa frá Kosningaeftirliti Öryggis- og samvinnustofnunnar Evrópu.

Points

Það hefur margsinnis sýnt sig að þingheimur á Alþingi er ekki tilbúinn til að taka á því óréttlæti sem misvægi atkvæða í kosningum til Alþingis er. Þetta er mikilvægt réttindamál fyrir fjöldann sem nýtur ekki jafnréttis í vægi atkvæða við þingkosningar.

Það er ekkert réttlæti í öðru en að öll atkvæði vegi jafnt. Allt annað er afbökun á lýðræðinu.

Jafnræði. Þingmenn ýmissa kjördæma hafa í gegnum árin aldrei búið þar og því er þetta bara sýndarmennska og leið til að komast inn á þing á auðveldari hátt. Íslendingum flestum þykir vænt um að allt landið sé í byggð og því engin hætta á að sumir landshlutat verði útundan. Sv. Land hefur helst orðið út undan í stórum verkefnum við núverandi kjördæmaskipan.

Núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér mikla sóun á fjármunum almennings (kjördæmapot) og er auðvitað meingallað að því leiti að raunveruleg búseta kjörinna fulltrúa er oft allt önnur en lögheimili (sem komið er fyrir í ákveðnu kjördæmi, eftir hentisemi hverju sinni). Við má bæta að núverandi fyrirkomulag er beinlínis ósanngjarnt gagnvart kjósendum í fjölmennum kjördæmum, smb. kraganum þar sem atkvæðavægið er lægst.

Mismununin sem sýndi sig í stjórnlagaþingskosningunni leiddi íljós hve það er útilokandi fyrir landsbyggðina að landið sé eitt kjördæmi. Þriðjungur íbúa (Landsbyggðin fjær Rvík.) fékk einn fulltrúa. Það mættu vera þrjú, höfuðborgin og nágrenni, landsbyggð nær og landsbyggð fjær. Atkvæði vegi jafnt.

Athvaæði þaðr að vera 1 persóna = eitt athæði. Almenningssamgöngur þurfa að batna, (td grindavík og fleirri staðir, þarf allt að vera tengt saman. Allir eiga að hafa rétt á góðu vegakerfi hvort sem það á heima á Vestfjörðum eða austurlandi. ég styð eitt kjördæmi en það er langt í land að alir hafi aðgang að sömu lýsfgæðum og öryggi.Sú vinna má byrja sem fyrst og þegar allir hafa aðgang að öruggu rafmagni, nothæfu interneti (td Mjóifjörður) þá er ekkert sem stoppar sameiningu, það sparað laun

Hver og einn á að sjálfsögðu að hafa eitt, heilt atkvæði. Það gengur ekki upp að eingöngu sumir njóti þeirra réttinda á meðan aðrir verði að láta sér nægja brot úr atkvæði.

Athvaæði þaðr að vera 1 persóna = eitt athæði. Almenningssamgöngur þurfa að batna, (td grindavík og fleirri staðir, þarf allt að vera tengt saman. Allir eiga að hafa rétt á góðu vegakerfi hvort sem það á heima á Vestfjörðum eða austurlandi. ég styð eitt kjördæmi en það er langt í land að alir hafi aðgang að sömu lýsfgæðum og öryggi.Sú vinna má byrja sem fyrst og þegar allir hafa aðgang að öruggu rafmagni, nothæfu interneti (td Mjóifjörður) þá er ekkert sem stoppar sameiningu, það sparað laun

Jafnt vægi atkvæða, absalút, en ég er ekki viss um landið eitt kjördæmi. Fólk utan HBSV upplifir oft sem stjórnsýslan tali ekki þeirra máli, og ef langflestir þingmenn kæmu frá SV-horninu (sem er líklegt að gerðist) myndi það þýða að stór hluti landsmanna gæti upplifað skert tengsl við löggjafann, og það yrði ekki gott.

Krafan er um að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir því - enda er þetta ofureðlilegt fyrirkomulag sem þarf að innleiða hér nú þegar. Sé tekið mið af umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu ráðsins 2012 styðja um 66% kjósenda þetta fyrirkomulag.

Með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi að þá myndi þetta mál leysast sjálfkrafa.

Með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi að þá myndi þetta mál leysast sjálfkrafa.

Kominn tími til að breyta þessu kerfi, sérstaklega ranglátt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins eða um helming íslendinga

Fátt hefur skemmt íslenskt samfélag eins mikið og þeir þingmenn sem láta sér heildina engu varða fyrir hagsmundpot í kjördæminu "sínu" og eigin/n framgang í kosningum.

Helstu rök GEGN allt landið, eitt kjördæmi eru að alltaf megi stagbæta kosningalög til jafnaðar atkvæða. Hitt að það halli á stjórnsýslu til suðurs. Hvorug tveggja má laga með einu kjördæmi sem aldrei þarf að krukka í, og eflingu sveitarstjórnarstigsins. Augljós kostur í anda jöfnaðar.

Öll atkvæði eiga að telja jafnt burt séð frá landfræðilegri staðsetningu af sömu ástæðu og að atkvæði hvítra, eða svartra, eða asískra, eða karla, eða kvenna, eða kristinna eða múslima eiga að hafa sama vægi. Það er algjörlega óásættanlegt að mismuna á þennan hátt, hvort sem um er að ræða kyn, trú, litarhaft eða STAÐSETNINGU á landinu.

Það er vel hægt að jafna vægi atkvæða án þess að gera landið að einu kjördæmi. Vandamálið við kosningafyrirkomulag síðustu áratuga er það að stjórnmálaflokkarnir hafa viljað festa tiltekin fjölda þingmanna við hvert kjördæmi í stað þess að láta mannfjölda ráða.

Stjórnsýslan okkar er þannig að hún er nær öll staðsett á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Meðan svo er og Sveitarfélögin ráða ekki meiru liggur ekkert á að gera landið að einu kjördæmi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information