Framhaldsskólinn

Framhaldsskólinn

Margoft hefur verið rætt um að efla skuli menntun á framhaldsskólastigi sem gefur stúdentspróf. Hugmyndir hafa verið lengi um það en ekki framkvæmt. Hægt er að útbúa mörg nám á þriðja þrepi framhaldsskóla t.d táknmálsbraut, hundasnyrtibraut, heyrnatæknabraut og fleiri fróðleg nám. Langt bóklegt nám hentar ekki fyrir alla, það þarf að sniða betur nám fyrir þá einstaklinga sem vilja taka stúdent en eiga í erfiðleikum með hefðbundnu stúdentbrautirnar. Er ekki kominn tími að hrinda þessu í verk.

Points

Sniða þarf nám svo allir geti stundað nám við sitt hæfi og auðlast stúdentinn. Huga þarf að fjölbreytileika nemanda.

Þetta á ekki heima í stjórnarskrá

Ég held að þetta ætti betur heima í almennri pólitískri umræðu og almennri lagasetningu en í stjórnarskrá. En ég er alveg sammála því að við ættum að efla framhaldsskólastigið til þess að það geti betur mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Ég held að það mætti þó alveg setja einfaldara og almennara ákvæði í stjórnarskrá sem skýrði almennan rétt til framhaldskólagöngu eða eitthvað í þá veru.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information