Byggðarlög og persónukosningar

Byggðarlög og persónukosningar

Ég skrifaði 2014 á heimasíðu mína svavar.is grein um kjördæmamálið. Sjá: http://www.svavar.is/greinar/nr/187927/ -. Greinin fjallar um tvennt. 1) Að enginn landshluti verði skilinn eftir án fulltrúa á Alþingi og 2) að stuðlað verði að persónukjöri með kosningareglunum. Jafnframt var miðað við jöfnuð á milli flokka. Þorkell Helgason stærðfræðingur hefur skoðað hugmyndina.

Points

persónukjör er ágæta að hreifa þann lista sem maður kís en ekki aðra lista. hvernig þetta kemur stjórnarskrá við sé ég ékki mér dugar alveg að í stjórnarskrá bara. árafjöldi. fryðhelgi. og leind kjósenda lítið annað annað á heima í kosníngalögum

Rökin eru að Ísland allt eigi þingmann og að persónuval verði ein af þungamiðjum kosningalaganna. Gert er ráð fyrir úthlutun þingsæta í þremur áföngum. Kerfið væri ekki ólíkt því sem verið hefur í Danmörku í 80 ár. 1) Hluti þingmanna væri kosinn í einmenningskjördæmum til dæmis 25-30 þingmenn. 2) Annar þáttur úthlutunar væru uppbótarþingsæti sem væru bundin við kjördæmi, 15-20 þingmenn. 3) Þriðji þátturinn væri síðan úthlutun til flokka á landsvísu til þess að stuðla að jöfnun milli flokka.

Lýðræðisleg kosning þarf að vera þannig að jafnt vægi atkvæða sé tryggt en jafnframt þarf að tryggja það að raddir og skoðanir úr öllum landshlutum heyrist á löggjafarþinginu.

Hugmyndin um persónukjör gengur illa upp ef landið er allt eitt kjördæmi. Ef landið er eitt kjördæmi þá verður persónukjör að "frægramanna"-kosningu. Einstaklingur getur til dæmis verið vel kynntur á Austulandi gegnum atvinnurekstur, sveitarstjórnarmál eða annað og verið góður fulltrúi Austfirðinga en hann mun aldrei hljóta kosningu vegna þess að enginn þekkir manninn á suðvesturhorni landsins.

Nei, því einungis fólk úr fjölmennari byggðalögum myndi ná kjöri og við sætum uppi með bróðurpart þingmanna sem væru úr Reykjavík. Þetta myndi skapa mikinn lýðræðishalla í samfélaginu. Einnig er hætta á að fólk utan af landi sem er lítið þekkt, nái ekki kjöri, og því munu atkvæði greidd þeim detta dauð og ómerkt niður. Að lokum gætu persónukjör haft í för með sér að popúlistar komist til valda.

Ef landið verður eitt kjördæmi, stendur það uppá flokkana að stilla upp lista með fólki alls staðar af landinu. Mætti setja á kvóta, eins og er nú oft gert til að koma konum að öruggum sætum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information