Grunnskóli og leikskóladeild verði opnuð í Birkimel

Grunnskóli og leikskóladeild verði opnuð í Birkimel

Birkimelsskóli verði opnaður, þar veitt leik- og grunnskólaþjónusta fyrir börn búsett á Barðaströnd. Viðsnúningur er með búsetu ungs fólks á svæðinu, því mikilvægt að styðja þá byggðaþróun. Grunn- og leikskóli er þjónusta sem barnafólk verður að hafa aðgang að í sínu byggðarlagi, til að tryggja fasta heilsárs búsetu og fólk geti stundað vinnu sér til viðurværis. Bæði börn, foreldrar og atvinnurekendur á Barðaströnd eru orðin langeyg eftir efndum og úrræðum sveitarfélagsins hvað þetta mál varðar.

Points

Á 21. Fundi Fræðslu og æskulýðsráðs sem var samráðsfundur með foreldrum barna á Barðaströnd, haldin í Birkimel þann 15/03/16 kom eftirfarandi fram „Fullur skilningur fræðsluráðs er á mikilvægi skólans sem er ein af forsendum þess að ungt barnafólk vilji flytja á staðinn og þeim sérstöku aðstæðum sem nú eru uppi á á Barðaströnd. Ef til lokunar kæmi, líkt og fram kom í stefnuræðu bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2016, yrði sú ákvörðun tekin til endurskoðunar ef forsendur breytast. “

Flest sveitarfélög leggja metnað sinn í það að veita þessa þjónustu þar sem hennar er þörf, enda er það grundvallar skilyrði fyrir því að fólk vilji búa í byggðum landsins. Skólinn á Birkimel á Barðaströnd hefur legið í dvala síðastliðin 3 ár. En eins og um var talað þegar starfsemin var lögð tímabundið niður, þá er nú tilefni til að hefja þar rekstur á ný þegar börnum á Barðaströnd hefur fjölgað aftur.

Það er algjörlega óviðunandi að bjóða ungum börnum allt niður í árs gömlum, upp á að vera keyrð allt að 160 km á dag, 5 sinnum í viku yfir á Patreksfjörð, þar sem þarf að aka yfir fjallvegi í hvaða veðrum og færð sem er, til að fá þjónustu sem þykir sjálfsagt að bjóða upp á í nærumhverfi þeirra sem búsettir eru í byggðakjörnum annarstaðar í sveitarfélaginu.

Samkvæmt reglugerð 656/2009 um skólaakstur í grunnskóla, segir m.a. í 2. gr. Ábyrgð: Sveitarfélög bera kostnað og ábyrgð á öryggi, velferð og hagsmunum nemenda í skóla¬akstri og að uppfylltar séu kröfur laga og reglugerða um umferðaröryggi. Og í 4.gr. Um skipulag skólaaksturs: Skólaakstur skal skipulagður í samræmi við þarfir nemenda með hliðsjón af öryggi þeirra, velferð og umhverfisaðstæðum, svo sem fjarlægðar milli heimilis og skóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information