Auðlindaákvæði. tillaga við orðalag

Auðlindaákvæði. tillaga við orðalag

34. gr. - Náttúruauðlindir Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðli

Points

Strokið út "sem ekki eru í einkaeigu".

Það er mjög mikilvægt að tryggt sé að eignaréttarfrelsi einstaklinga eyðileggi ekki möguleika þeirra sem ekki "eiga" til þess að njóta gæða sem ekki eru búnir til af manninum heldur eru hluti af náttúrunni. Að þykjast geta átt ótakmarkaðan eignarétt á slíkum gæðum, (sérstaklega takmörkuðum auðlindum) er ónáttúruleg frekjugræðgi sem skemmir fyrir heildinni.

Það er óumdeilt að Alþingi getur í dag sett reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta. Þjóðnýting þýðir einfaldlega að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar. Þá má því aldrei í framtíðinni leyfa einstaklingi/fyrirtæki að nýta auðlindir í eigin þágu og greiða skatta af hagnaðinum. Þetta er því ríkisvæðing á öllum náttúruauðlindum til frambúðar en samt er einkarekstur það fyrirkomuleg sem hefur skilað okkur mestum framförum.

eignir á landi sem eru eignaréttavarðar í dag. eiga ekki eima í stjórnarskrá s.s. vatn, námur .jarðhiti en nýtíngaréttur á heima í lögum en ekki stjórnarskrá

34. gr. Stjórnlráðs. Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í þjóðareign eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar

Slæmt að tilvitnunin í 34. gr. Stjórnlagaráðs er ekki birt í heild. Árni Már Jensson gerir það í sínum innleggjum. Ákvæði um þjóðareign á auðlindum (utan einkaeignarréttar) má ekki bara vera einhver fagurgali. hann verður að hafa raunhæft innihald og taka af skarið um gjaldtöku bæði til að tryggja rétt eigandans, þjóðarinnar en líka til eyða óvissu þeirra sem fá nýtingarréttinn.

Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.‟

Sú auðlindarenta sem þjóðin nýtur í dag af auðlindum sínum er skammarlega lág, hún er svona lág fyrir tilstuðlan þeirra sem vilja fikta í niðurstöðu stjórnlagaráðs. Hvernig er hægt að treysta því sama fólki fyrir auðlindum þjóðairnnar og að setja stjórnarskrárákvæði um þær?

Eignarréttur þjóðarinnar þarf að vera víðtækur og ná til alls lands og hafsvæða, náttúruauðlinda, og nýtingarréttar á þeim. Orðalagið “sem ekki er í einkaeign” vekur ýmsar spurningar. Eru sveitarfélög “eigendur” náttúrauðlinda á eigin svæði og utan þess? Þarf ekki að skilgreina nýtingarrétt einstaklinga og sveitarfélaga í stað þess að setja einkaeignarrétt ofar eignarrétti þjóðarinnar? Í þjóðareign þarf að felast tilkall til alls arðs (rentu) af eigninni. Orðalagið “fullt verð” nær því best.

Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. / Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarrétt

Að því gefnu að þjóðin/alþingi vilji samfélagslega rekna heilbrigðisþjónustu fyrir alla þegna landsins, að hún vilji góða menntun fyrir öll börn í landinu , öruggar samgöngur í þágu almennings og tryggt þjónustunet fyrir aldraða, þá verður að tryggja tekjlindir til þessa málaflokka. Náttúrulegasta leiðin er því að mínu mati að tryggja það að auðlindir Íslands verði sameiginleg eign þjóðarinnar.

Í stjórnarskrá Íslands þarf að standa: Náttúruauðlindir Íslands sem ekki eru háðar einkaeignarrétti má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Íslensk þjóð og einstaklingar hennar á hverjum tíma eiga forgangsrétt á að nýta náttúruauðlindir Íslands.

Styð tillögu stjórnlagaráðs um auðlindakvæði. Þar kemur fram að auðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, séu sameigleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Einnig að við nýtingu skuli hafa sjálfbærni að leiðarljósi og að þeir sem fá leyfi til nýtingar skuli fá það til tiltekins hóflegs tíma í senn og gegn fullu gjaldi. Þessi ákvæði þurfa að tryggja að nýting auðlindir safnist ekki á fárra hendur og leiði til auðsöfnunar þeirra sem nýta - en að þjóðin og almenningur njóti ekki.

34. gr. Stjórnlráðs. Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í þjóðareign eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. / Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. / Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlind..

Taka út "sem ekki eru í einkaeigu" því þegar er það ferli byrjað að auðmenn séu að kaupa upp jarðir með auðlindum. Þessar auðlindir þurfum við að fá aftur!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information