Aðskilja valdsvið ríkisins

Aðskilja valdsvið ríkisins

Aðskilnaður hinna þriggja valdssviða ríkisins er ein undistaða nútíma lýðræðis og var hornsteinn í stjórnarskrá Bandaríkjana og Frakklands. Á Íslandi er þetta allt í höndunum á fáum einstaklingum sem sitja í Ríkisstjórninni. Þetta býður uppá hagsmunaárekstra, valdníð og spillingu. Ríkisstjórn á annaðhvort að kjósa beint, eða afsala sér þingmennsku. Val dómara á ekki að vera í höndunum á Ríkisstjórn einni eða hvað þá einum Ráðherra.

Points

Munurinn á alræðisríki og lýðræðisríki er hve dreyft valdssviðið er. Alræðisríki eru t.d. með kostningar en nota vald sitt gegn vali á andstæðingum. Það er í raun undirstaða allra breitinga á stjórnarskránni að þessi valdssvið séu skipt upp og enginn hópur eða einstaklingur höndli meira en eitt vald.

Í alvöru lýðræðisríki er borin virðing fyrir þrískiptingu valdsins þannig að þingmenn séu ekki ráðherrar. Ég tel það lang lang mikilvægastu breytingu sem þarf að gera á stjórnarskrá landsins. Rökin eru einföld, dreifa valdi, þannig að ráðherra beri ekki bara ábyrgð gagnvart þingflokki. Grundvöllur alvöru lýðræðisríkis er að hafa virka skiptingu vald á milli þessara þriggja póla. Minnkar jafnframt gengisfellingu stefnu flokkana við hrossakaup ráðherrastóla.

Löggjafavaldið hefur alltaf undirtökin með lagasetningu og fjárveitingu

Valdadreifing er ein af skilvirkustu aðferðum til þess að koma í veg fyrir misbeitingu og spillingu. Eðlilegast er að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í sameiningu með gagnrýni og eftiliti margra aðila.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information