16 ára kosningaaldur

16 ára kosningaaldur

Lækkum kosningaaldur úr 18 niður í 16 ára.

Points

Kosningaaldur á að fylgja sjálfræðisaldri sem er 18 ár. Einföld og skýr skilaboð til fólks að láta þetta fylgjast að.

Ungmenni í dag eru betur upplýst

nei 16 ára eru börn til 18 ára aldurs.

Einstaklingar á þessum aldri eiga hagsmuna að gæta og málefni sem brenna á þeim en þau hafa mjög veika rödd ef þau geta ekki kosið. Þau geta ekki kosið þá sem ákveða hvort gera eigi eitthvað í þeirra málefnum eða ekki.

Ætti að fylgja lögræðisaldri þá verður fólk lögráða og öðlast sömu réttindi og skyldur og fullorðið fólk.

Hef ekki fullkomin rök en það sem ég get sagt er "boomers stfu" við erum með vit í pólitík og í 10 bekk er fólk sett í skólaþing. En ef það er þá er best að við eflum upplýsingar áður enn kosið er

16 ára borga skatt og eiga því að eiga kost á að kjósa. 16 ára eru framtíðin!

nei alls ekki þau eru ekki lögráða fyrr en 18 ára framm að þeim tíma eru þau börn á ábyrgð foreldra sinna.Flest hafa takmarkaðan ahuga á stjornmálum fyr en þau eru eldri.

16 ára fólk fylgjast ekki með kosningum né Alþingi

Maður þarf tímann til 18 ára aldurs til að byggja upp þekkingu og þroska til ađ kjósa. Mætti samt miđa við fæðingarár en ekki -dag

Börn og ungmenni hljóta stigvaxandi réttindi í takt við ábyrgð og geta nú þegar tekið afdrifaríkar ákvarðanir um eða fyrir 16 ára aldur, svo sem um framtíðarnám og starf, að stunda kynlíf, sækja sér læknismeðferð án samþykkis eða vitundar foreldra, þau eru sakhæf, eru sjálfstæður aðili í eigin barnaverndarmáli og svo mætti lengi telja. Það eykur lýðræðisvitund barna að fá að taka þátt í kosningum og mörg þeirra eru löngu farin að hugsa út í þessi mál.

Margir íslenskir unglingar hafa ahuga a stjórnmálum og vilja leggja sitt af mörkum. Leyfum þeim það!

Vissulega eru mörg rök fyrir því að lækka kosningaraldurinn og mörg þeirra mjög sannfærandi en á þessum aldri erum við ennþá að þroskast og mynda skoðanir. Jú, það eru margir sem hafa mikla þekkingu á stjórnmálum við 16 ára aldur en enn fleiri hugsa ekki mikið út í þetta og gætu þar með talið misnotað þetta vald. Ef bætt væri við stjórnmálafræðslu fyrir þennan aldur væri hægt að endurskoða málið en eins og er er eina þekking okkar ekki nóg til að taka skynsamlegar pólitískar ákvarðanir.

😄

Èg er 16 ára og mèr finnst fáranlegt að eg se að borga skatta í samfèlag sem èg fæ ekki að kjósa fyrir, ef mið viljið ekki að við kjósum þá endilega breytiði lögonum því èg vil ekki borga skatta ef èg fæ ekki að kjósa

Það vil ég endilega. Ég held að unga fólkið geti haft vit fyrir eldri kynslóðum í ýmsum málum, sbr. loftslagsmálin.

Hugsi um þetta en á margan hátt skilgreinir "kerfið" 16 ára og eldri sem fullgilda þjóðfélagsþegna og því þá ekki kosningaréttinn.

Sú hugmynd að 16 ára einstaklingar Meigi Ekki kjósa er órökrétt að mínu mati. 16 ára einstaklingar hafa alveg jafn mikla hæfni í ákvarðanna töku og aðrir og að segja það að einstaklingar sem er ekki 18 ára munu bara kjósa það sem mamma og pabbi kjósa er kannksi rett en flest allir einstaklingar kjósa yfir höfuð bara það sem foreldrar þeirra kjósa einstaklingarnir eru aldnir upp á þvi heimili og hafa þá svipaðar skoðanir og foreldrar sínir en þó mætti mér alveg finnast meira lækka aldur á Íslandi

Öll rök um að 16 ára börn viti ekki nógu mikið um stjórnmál eða séu ekki nógu þroskuð gætu alveg eins átt við um fullorðið fólk. Það réttlætir ekki að taka réttinn af þeim sem vilja kjósa. Ekki frekar en að banna ellilífeyrisþegum að kjósa af því að þeir gætu verið komnir með elliglöp eða með úreltar skoðanir. Ættum frekar að sleppa aldurstakmarki, ef þú ert nógu gömul til að ganga sjálf inn í klefann og kjósa leynilega þá máttu það.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

More points (33)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information