16 ára kosningaaldur

16 ára kosningaaldur

Lækkum kosningaaldur úr 18 niður í 16 ára.

Points

Hugsi um þetta en á margan hátt skilgreinir "kerfið" 16 ára og eldri sem fullgilda þjóðfélagsþegna og því þá ekki kosningaréttinn.

Sú hugmynd að 16 ára einstaklingar Meigi Ekki kjósa er órökrétt að mínu mati. 16 ára einstaklingar hafa alveg jafn mikla hæfni í ákvarðanna töku og aðrir og að segja það að einstaklingar sem er ekki 18 ára munu bara kjósa það sem mamma og pabbi kjósa er kannksi rett en flest allir einstaklingar kjósa yfir höfuð bara það sem foreldrar þeirra kjósa einstaklingarnir eru aldnir upp á þvi heimili og hafa þá svipaðar skoðanir og foreldrar sínir en þó mætti mér alveg finnast meira lækka aldur á Íslandi

Öll rök um að 16 ára börn viti ekki nógu mikið um stjórnmál eða séu ekki nógu þroskuð gætu alveg eins átt við um fullorðið fólk. Það réttlætir ekki að taka réttinn af þeim sem vilja kjósa. Ekki frekar en að banna ellilífeyrisþegum að kjósa af því að þeir gætu verið komnir með elliglöp eða með úreltar skoðanir. Ættum frekar að sleppa aldurstakmarki, ef þú ert nógu gömul til að ganga sjálf inn í klefann og kjósa leynilega þá máttu það.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Ég vill meina að of margir 16 ára séu ekki með nógu mikla þekkingu til þess að taka pólítískar ákvarðanir. Ég er í rauninni bara mjög sammála Andreu Rut hérna fyrir neðan en líka sammála Jón Pálsson.

16 ára unglingur hefur hvorki lífsreynslu, þekkingu né þroska í að taka ákvarðandir er varða framtíð þjóðarinnar, þeir eru ekki einusinni með reynslu af vinnumarkaðnum.

Ef það er tekin sú ákvörðun að lækka niður í 16 finnst mér að skólar ættu að taka það að sér að fræða meira um kosningar og pólitík og gera það miklu fyrr. Ég veit að mjög margir hafa mikinn áhuga á að kjósa og svo er lika það að mjög oft er verið að kjósa um eitthvað sem tengist okkur mikið en við höfum ekkert um það að segja. Það eru góðir og slæmir hlutir við það að lækka aldurinn en með réttu fræðslunni og með því að vekja áhuga held ég að þetta verði ekkert vandamál.

Nei, fólk 16-18 ára börn í lagalegum skilningi. Börn hafa oft ekki myndað sér skoðun um stjórnmál og því mikil hætta á að hægt sé að misnota börn í pólitískum tilgangi. Þeir sem vilja þetta ákvæði eru einkum vinstrisinnað fólk sem heldur að ungt fólk sé yfirleitt róttækt og sé því líklegra til að kjósa vinstriflokka.

hafa ekki þroska á þessum aldri enda börn til 18 ára aldurs

Vegna þess að sem 17 ára barn þá finnst mér nógu og mikil pressa á mér, að vera í skola, vinnu og reyna að finna út hvað mig langar að gera við Lífið mitt. Það þarf ekki að bæta ofAn á þessa pressu með að pressa á að láta okkur kjósa. Einnig erum við börn til 18 ára aldur og afhverju væri treyst 16 ára einstakling að kjósa en það er ekki treyst 16 ára einstakling að keyra bil.

Gæti fengið fleiri ungmenni til þess að kjósa og mér finnst margir hafa vitið til þess

Afhverju að lækka kosningaraldur um 2 ár þegar að yngstu kjósendurnir eru þeir sem níta sér ekki kostningarétt sinn plús það að börn á 16 ára aldri hafa litla sem enga skoðun á pólitík og ef þau mundu kjósa mundu þau líklega kjósa einhvað sem þeim er sagt að kjósa eða einhvað sem þeim finnst fyndið eða sjá sem einhvað “meme”

Við borgum skatta 16 ára og eigum að fá að ráða hverjum meðhöndla útsvarið okkar allavega. Það er stjórnmálafræðiáfangi í samfélagsfræði í grunnskóla og þau rök að ungmenni séu ekki nógu upplýst eru bara kjaftæði og aldursfordómar.

Já! Ég er 16 ára og hef tekið virkan þátt í stjórnmálum hér á landi og veit heilmikið um pólitík. Við 16 ára aldur förum við að borga skatta, við getum leitað til læknis án leyfi eða vitund foreldra og við getum sótt um atvinnuleysisbætur. Við eigum rétt á því að hafa áhrif á hvert okkar skattar eru að fara. Við erum ekki bara börn sem gera eins og okkur er sagt. Mikið af ungmennum sem ég þekki hafa miklu meira pólitíkst vit en sumar rollurnar sem eru með kostningarétt.

Eg er 18 ára og eg er alls ekki sama manneskja og eg var fyrir 2 árum. Eg hef þroskast til muna og held að 16 ara grunnskolanemar seu ekki með nægan þroska. Að sjalfsogðu gildir þetta ekki um alla en eg og minir vinir að minnsta kosti hefðum ekki tekið kosningum alvarlega á þessum aldri

Við 16 ára aldur eru einstaklingar sakhæfir og þeir bera refsiábyrgð, skólaskyldu lýkur, við tekur val um framhaldsnám og fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin - með tilheyrandi tekjuskatti og stórauknu framlagi til samfélagsins. Að þessu sögðu er alvarlegt að útiloka þennan aldurshóp frá ákvarðanatöku í samfélagi sem þau gefa af sér til og bera ábyrgð gagnvart, einkum og sér í lagi ákvarðanir sem hafa mest og langvarandi áhrif á þau fremur en aðra aldurshópa.

Það er ekkert nema mannréttindabrot að gera mann skattskyldan við 16 ára aldur enn að fá ekki sanna viðurkenningu sem áhrifavavaldur samfélagsins. Lagt er á börn þá skyldu að greiða til ríkisins án þess að geta haft áhrif á ferlið.

Mér finnst að við þurfum að ákveða fyrst hvort þau eru "börn" eða "fullorðin" áður en þetta skref er stigið. Áður en af þessu yrði finnst mér að leiðrétta ætti þá sjálfræðisaldur. Það er misræmi í því að foreldri hafi aðgengi að t.d. bankareikningum barna sinna og öllum upplýsingum frá skóla en þau eru sakhæf 16 ára. Það er misræmi í því að leyfa þeim ekki að kaupa áfengi fyrr en 20 ára en leyfa þeim að kjósa sem skilgreind "börn".

Nei, 16 ára unglingar eru með ómótaðar skoðanir. eðlilega og gætu þess vegna greitt ákveðnum atkvæði fyrir pizzu og kók.

Ég segi NEI! Þeir sem að ekki eru orðnir FJÁRRÁÐA ættu ekki að fá að taka stórar ákvarðanir tengt stórum framkvæmdum.

More points (13)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information