16 ára kosningaaldur

16 ára kosningaaldur

Lækkum kosningaaldur úr 18 niður í 16 ára.

Points

Manneskja sem er ekki með lögaldur ætti ekki að fá kosningarétt. Ef ríkið treystir þessum einstaklingum ekki fyrir sjálfum sér afhverju þá að treysta þeim fyrir landinu? Hins vegar er það óréttlátt að 16-17 ára börn þurfi að borga skatt, það er ólýðræðislegt. Við sem lýðræðisleg þjóð borgum skatta og kjósum svo fulltrúa til að ákveða hvert skattarnir fara. Í augum ungmenna 16-17 ára er ríkið bókstaflega að taka peninginn af þeim án þess að þau fái neitt að segja við því.

Ég tel að almennt (á að sjálfsögðu ekki við um alla) séu 16 ára einstaklingar ekki með nægilega þekkingu til þess að taka góðar pólitískar ákvarðanir um samfélagið okkar. Þess vegna óttast ég að margir munu bara kjósa 'það sem mamma og pabbi kjósa' og þá tel ég okkur ekkert betur sett. Að mínu mati, þarf frekar að koma á stað betra, og skemmtilegra, upplýsingarflæði til ungmenna t.d. í gegnum skóla. Þá fá ungmenni betri tælifæri til þess að taka eigin ákvörðun og ÞÁ getum við átt þessa umræðu.

Við 16 ára aldur eru einstaklingar sakhæfir og þeir bera refsiábyrgð, skólaskyldu lýkur, við tekur val um framhaldsnám og fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin - með tilheyrandi tekjuskatti og stórauknu framlagi til samfélagsins. Að þessu sögðu er alvarlegt að útiloka þennan aldurshóp frá ákvarðanatöku í samfélagi sem þau gefa af sér til og bera ábyrgð gagnvart, einkum og sér í lagi ákvarðanir sem hafa mest og langvarandi áhrif á þau fremur en aðra aldurshópa.

Eg er 17 ara og eg hef ekki hugmynd hvað eg myndi kjosa þekki varla nöfnin a þessu... krakkar i dag eiga ekki að vera að spa i þessu a 16 ara aldri eiga bara einbeita ser að þvi að vera krakkar, ferðast eitthvað eða eibeita ser að skola og finna ser goða vinnu!

Ef það á að láta 16 ára unglinga borga skatt af laununum sínum þá ætti líka að leyfa þeim að kjósa hvernig það er ráðstafað peningnum. Það ætti annaðhvort að leyfa 16 ára unglingum að kjósa eða þá að hætta að láta þá borga skatt.

16 ára eru þau rétt byrjuđ ađ læra á stjórnmál og flest ekki búin ađ mynda sér skođun á þeim. Á þessum aldri er líklegra ađ þau muni fylgja því sem foreldrar þeirra gera án þess ađ hafa hugmynd um hvađa áhrif þađ mun hafa á þeirra líf. Kosningarnar hafa beinni áhrif á 18 ára einstaklinga heldur en 16 ára sem eru enn í umsjá foreldra. Tvö ár eru ekki lengi ađ líđa en þau breyta svo miklu þegar kemur ađ huga vaxandi einstaklings. Af hverju ekki ađ bíđa þessi tvö ár og byrja fullorđinsárin hægar?

Fyrir utan hin rökin á þræðinum bendi ég á að kosningaréttinum fylgir einnig hvatning til þess að kynna sér samfélagið. Það myndi minnka lýðheimsku og auka líkurnar á sjálstæðri hugsun yngra fólks.

Ég tel að 16 ára krakkar eru ekki nógu vel upplýstir um stjórnmál og stjórnarstefnur íslands. Ef það væri betur upplýst krakka í grundsóla á öllum stefnum sem ísland er með og mismunandi stjórnarflokkar. Ég sjálf er ekki nógu upplýst og er vel yfir 16 ára. Þau eru einnig líklegast ekki tilbúin að mynda sína eigin skoðun á flokkum og fylgja líklegast foreldum eða fjölskyldumeðlimum sínum í þessari ákvörðun.

Gæti fengið fleiri ungmenni til þess að kjósa og mér finnst margir hafa vitið til þess

16 ára borga í skatt, eru sakhæfir og margt fleira og þessvegna finnst mér að þau ættu að fá að kjósa en svo eru lika aðilar sem eru ekki með nægilegt vit á þessum málum ...

Fólk sem hefur ekki einu sinni stjórn yfir sér og sínum fjármálum sjálf eiga ekki að geta stjórnað hagsmunum landsins. Auk þess sem þau hafa ekki náð nægilegum þroska til að ákveða þannig mál.

Mér finnst að við þurfum að ákveða fyrst hvort þau eru "börn" eða "fullorðin" áður en þetta skref er stigið. Áður en af þessu yrði finnst mér að leiðrétta ætti þá sjálfræðisaldur. Það er misræmi í því að foreldri hafi aðgengi að t.d. bankareikningum barna sinna og öllum upplýsingum frá skóla en þau eru sakhæf 16 ára. Það er misræmi í því að leyfa þeim ekki að kaupa áfengi fyrr en 20 ára en leyfa þeim að kjósa sem skilgreind "börn".

😄

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information