Það þarf ekki ákvæði í stjórnarskrá um trú þar sem aðrar greinar stjórnarskráarinnar innihalda ákvæði sem ná yfir það sem trúargrein stjórnarskrárinnar inniheldur.
Ákvæði stjórnarskrárinnar um Skoðana- og tjáningarfrelsi, Félagafrelsi, Fundafrelsi ná yfir það sem trúargrein stjórnarskrárinnar inniheldur
Eins mikla óbeit og ég hef á trúarbrögðum þá tel ég þau vera mjög sérkennileg fyrirbrigði sem eiga sér langa sögu og ættu því að vera talin upp sérstaklega í stjórnarskrá.
Ég held að trúfrelsi sé mjög mikilvægt ákvæði. Ég sé ekki að það sé innifalið í öðrum ákvæðum. Gagnályktunin af því hvað það þýddi ef við værum að fjarlægja það væri hættuleg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation