Fækka bensínstöðvum í kringum Lindir og Smárann

Fækka bensínstöðvum í kringum Lindir og Smárann

Óvíða er að finna jafnmargar bensínstöðvar og á svæðinu í kringum Lindir og Smárann, og nú hefur Kópavogsbær bætt um betur og rís ný bensínstöð við Krónuna í Lindum. Nú þegar eru ÓB, Dælan, Orkan og Skeljungur með 5-6 dælu- og bensínstöðvar á innan við kílómeters radíus. Á sama tíma boðar Reykjavíkurborg fækkun bensínstöðva og um leið fjölgar þeim sem aka um á tvinbílum eða rafmagnsbílum. Þetta skýtur því skökku við og hvet ég bæinn til að borga olíufélögunum fyrir að leggja niður stöðvar.

Points

Í takt við samfélagslega ábyrgð, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærni og vaxandi umhverfisvitundar í samfélaginu vil ég hvetja Kópavogsbæ til að styðja olíufélögin í því að fækka og/eða leggja niður dælu- og bensínstöðvar í Kópavogi sem eru á svæðinu í kringum Lindir og Smárann. Bensínbílum fer fækkandi á götunum, Reykjavíkurborg boðar að bensínstöðvum muni fækka verulega í höfuðborginni á næstu árum og skýtur það skökku við að á sama tíma fjölgar bensínstöðvum á þessu svæði.

Það eru allt of margar bensínstöðvar á svæðinu, ljótar stöðvar og óumhverfisvæn starfsemi. Það er ekki þörf fyrir allar þessar stöðvar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information