Gangbraut yfir Birkigrund

Gangbraut yfir Birkigrund

Það er engin örugg og „lögleg“ gönguleið yfir Birkigrund fyrir börn í Snælandsskóla sem búa vestanmegin við Birkigrundina. Þarna er talsverð bílaumferð á morgnana, einmitt þegar þessi börn eru á leið í skólann — ökuhraðinn alls konar og skyggnið misgott. Gangbraut þarna yfir (nálægt gatnamótum Birkigrundar og Furugrundar) væri til mikilla bóta fyrir öryggi gangandi vegfarenda ... og jafnvel með þrengingu.

Points

Það er engin örugg og „lögleg“ gönguleið yfir Birkigrund fyrir börn í Snælandsskóla sem búa vestanmegin við Birkigrundina. Þarna er talsverð bílaumferð á morgnana, einmitt þegar þessi börn eru á leið í skólann — ökuhraðinn alls konar og skyggnið misgott. Gangbraut þarna yfir (nálægt gatnamótum Birkigrundar og Furugrundar) væri til mikilla bóta fyrir öryggi gangandi vegfarenda ... og jafnvel með þrengingu.

Finnst mjög mikilvægt að það komi göngugata þarna á milli, börnin eru ekki að nenna að labba allan hringinn og eru því að fara yfir götuna og það er bara tímaspursmál hvenær geta orðið slis. Best væri að fá hraðahindrun því þarna niður er hægt að fara á miklum hraða.

Umferðin og hraðinn í þessar götu er mikill, það þarf klárlega gangbraut þarna og hraðahindrun/þrenginu. Þetta er 30km gata en ökumenn fara langt fram yfir þau mörk.

Mikil þörf á hraðahindrunum og gangbrautum í Birkigrundi og Reynigrund. Mikið um krakka og hraðinn of mikill oft á tíðum. Á veturna er þetta mjög slæmt. Löngu komin tími á þetta.

Styð þetta. Ökumenn keyra oft á blússandi siglingu niður Birkigrundina. Mikil þörf á gangbraut og eins og fleiri segja, þrengingu/hraðahindrun.

Það er líka oft skuggalegur hraði í Reynigrundinni (götunni sem liggur samsíða) væri frábært ef hægt væri að sameina í þessa hugmynd, svo öll gönguleiðin yrði öruggari. Búið að græja fínustu gangbraut í Víðigrundinni næst skólanum en það er bara ekki nóg finnst mér.

Tek undir þetta. Ég bý við Birkigrundina og verð daglega vitni að því að bílar aki þarna á vel tvöföldum hámarkshraða. Þarna vantar gangbraut og hraðahindrun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information