Sparkvöll og púttvöll á Lundarsvæðið

Sparkvöll og púttvöll á Lundarsvæðið

Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir sparkvelli fyrir norðan Lund 88-90 á stóru opnu svæði sem þar er á milli blokkarinnar og göngustígsins sem liggur niður í Fossvogsdalinn. Slíkan völl vantar í þetta svæði sem nýttist vel ungum sem öldnum. Pútt er önnur íþrótt mjög vinsæl hjá öllum aldurshópum, en enginn púttvöllur. Í Lundarhverfi er ágætt pláss til að koma slíkum velli fyrir sem gæti nýst stórum hópi fólk á öllum aldri.

Points

Ég er andvígur þessari hugmynd. Þessu fylgir ónæði fyrir íbúa hverfisins. Lundur er friðsælt hverfi og ófært að setja þennan hávaðavald þar. Hávaði kemur frá höggum og spörkum og frá iðkendum sjálfum, sem gleyma sér í hrópum og köllum.

Pútt er mjög þægileg íþrótt sem fólk á öllum aldri getur stundað og sérlega vinsælt meðal eldra fólks. Eins eru púttævingasvæði mjög gagnleg fyrir alla golfara sem vilja ná niður forgjöfinni. Golf er íþrótt sem á vaxandi vinsældum að fagna og er ein af þeim íþróttum sem fólk getur stundað með góðum árangri til æviloka. Sparkvellir eru of fáir á Snælandshverfinu eins og fram koma á íbúafundi í hverfinu í haust. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir slíkum velli í Lundarhverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information