AÐ TAKA UPP FORSETA-ÞINGRÆÐI Á ÍSLANDI !

AÐ TAKA UPP FORSETA-ÞINGRÆÐI Á ÍSLANDI !

Með sama hætti og er í frakklandi; þar sem að forseti landsins axlar raunverulega ábyrgð á sinni þjóð með því að leggja af stað með stefnurnar í öllum stærstu málunum og hann þyrfti að standa eða að falla með þeim stefnum á kjördag. (Hérna er bara verið að vitna í KOSNINGA-KERFIÐ það hefur ekkert með esb eða persónulega stefnu forsetans í frakklandi að gera).

Points

Með því að kjósa pólitískan forseta á Bessastaði í tveimur kosningum eins og tíðkast í Frakklandi að þá er í raun kjarninn greindur frá hisminu og við myndum þá ekki vera með marga smáflokka á Alþingi. Þjóðin ætti kost á því að kjósa hæfasta einstakling landsins beint á toppinn; þannig að völd, ábyrgð, yfirlýsingar og fjárhagsáætlanir myndu þá haldast betur í hendur og allar ábyrgðarlínur yrðu skýrari frá A-Ö.

Leggja frekar niður embættið og hætta með embætti sem snúast um einn einstakling og eru einræðisleg í eðli sínu.

Lýðræðislegt stjórnarfar er til í ýmsum útfærslum og í ríkjum heims eru mismunandi hefðir. Ólík kerfi hafa hvert sína kosti og galla. Mér finnst sú lýðræðishefð sem við búum við ekki svo gölluð að það þurfi að kollvarpa henni né heldur finnst mér að kostir forseta-þingræðis séu svo afgerandi að það réttlæti að kollvarpa þeirri hefð sem hér ríkir og er með svipuðum hætti hjá okkar helstu frændþjóðum.

Tökum sem dæmi ef að forseti ASÍ myndi bjóða sig fram til forseta íslands, að þá myndi viðkomandi væntanlega leggja sig allan fram um að bæta kjör þeirra lægst launuðu í landinu frekar en að mylja undir eiginn rass, er það ekki?

Eðlilegt ástand er að FÓLK FLYKKIST um þann LEIÐTOGA sem að er með bestu stefnuna inn í framtíðina. Það er ekki eðlilegt ástand að almenningur sé alltaf að safna undirskriftum til að fá lýðræðislega kjörna fulltrúa til að hafna viðfangsefnum. Eins og núverandi stjórnarskrá er uppbyggð að þá eru allir flokkar háðir öðrum flokkum um stjórnarsamstarf í lok allra Alþingiskosninga og þurfa að gefa eftir sín stefnumál og á endaum eru allir óánægðir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information