Ríkiskirkja

Ríkiskirkja

Taka 19. gr. út úr drögum að nýrri stjórnarskrá, á ekki heima í lýðræðisríki á 21. öld

Points

Ég tel söfnuði eiga að standa og falla með meðlimum sínum. Ég vil benda fólki á að ef það er hrætt um kristna trú að fríkirkjan er í góðum málum, kaþólska kirkjan líka, svo og margir aðrir kristnir söfnuðir, eins og þeir sem reka samhjálp. Ásatrúarfélagið og Búddistafélag, siðmennt osfrv. Það er heimskulegt að ríkið greiði laun presta þjóðkirkjunnar ofan á sóknargjöldin á meðan sóknargjöld hinna söfnuðanna sjá um rekstur ásamt frjálsum framlögum. Svo rangt út frá boðskap nýja testamentsins

Á ekki heima í 21. aldar stjórnarskrá

ef menn ætla að taka mark á þjóðarathvæðagreiðsluni verður að vera þjóðkirkja

Halda í okkar menningu og trú ekki láta utanaðkomandi ráða hvaða trú er ríkjandi

Ríkiskirkja er löngu úrelt fyrirbæri. Nýtum frekar peningana sem fara í þennan þátt í eitthvað þarfara eins og t.d. eflingu sálfræðiaðstoðar fyrir þá sem þurfa í stað "sálusorgara" ríkiskirkjunnar.

Kirkjan ætti ekki að vera undir ríkinu þar sem trúanlegar stofnanir ættu að standa undir sér eða leggjast af. Ef áhangendur kirkjunar vilja virkilega halda henni við geta þeir séð um að halda kirkjunni uppi.

Þetta er ekta mál í þjóðaratkvæði. Þó kirkjan hafi ekki fundið upp siðgæði mannskepnunnar, eða siðfræðina, þá hefur hún svo sannarlega kennt siðfræði sína vel með sínum dæmisögum, sem henta t.d. börnum mjög vel. Það vantar alveg sambærilega kennslu þegar Kirkjunni er bolað burtu og því viðbúið að siðleysi muni aukast, eins og gerist gjarnan í trúlausum löndum, s.s. Sovét, Kína Maós, Þýskaland Hitlers. Þegar maðurinn ætlar að trúa fyrst og fremst á sjálfan sig, endar það alltaf með trú á einvald.

Kirkjan þjónar hagsmunum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, hjálparstarf kirkjunnar er mikilvægt starf í þágu samfélagsins. Eins lítum við íslendingar á það sem grunnþjónustu að börnin okkar séu, skírð og fermd og að prestarnir taki okkur vel og sinni öllu með sóma þegar einhver nákomin deyr. Útför er vandasamt verk. Hvað gerist ef við höfum ekki kirkju á bak við okkur? Yrðum við sátt við að einhver embættismaður hjá sýslumanni eða þjóðskrá myndi sjá um “athöfn” við útför td.?

Greinin á heima í stjórnarskrá og stjórnvöld ættu að virða hana nema almennar kosningar stefni til annars

Ég er t.d. KRISTINNAR trúar. Ég treysti mér ekki til að lúta prestum Þjóðkirkjunar ef að æðsti presturinn biskupinn er að flaðra upp um dragdrottningar og blessa hjónabönd samkynhneigðra gegn "GUÐI" og BIBLÍUNNI.

Trúarbrögð hvorki kristin né önnur ættu að vera inni í stjórnarskrá. Ef raunverulegt trúfrelsi á að ríkja á ekkert trúfélag fá opinbera styrkir né skatta undanþágur. Þeir sem vilja geta styrkt sitt eigið trúfélag og ekkert þeirra að hafa sérstöðu yfir annað gagnvart ríki eða þjóðinni sem heild.

aðskilnaður ríki og kirkju á að vera löngu búin , kirkjan gerir sitt eins og önnur samtök . Kirkjan getur safnað pening eins og hver önnur samtök t.d. stígamót , sáá , landsbjörg , o.s.frv

Trúarbrögð eiga ekkert að hafa að gera með ríkismál. Þeir sem vilja iðka sína trú geta gert það á þeim vettvangi sem þau velja og kosta því til sem þau vilja en á ekkert að hafa að gera með ríkið.

Þjóðkirkjan er víða kjölfesta í mörgum sveitarfélögum þar sem að margir góðir og fallegir siðir fara fram og æskan er minnt á BOÐORÐIN 10 . Hins vegar er eðlilegt að það þurfi að vera eitthvað X margt fólk á bak við hverja kirkju svo að hægt sé að réttlæta prest á fullum launum við kirkjuna. Það sem að Þjóðkirkjuna vantar er að hún setji einhverjar spurningar í sínar messu-auglýsingar sem að fólk á að keppast við að svara í eigin huga og með öðrum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information