Samræmd aðgerðaáætlun um stjórnarskrárbreytingar

Samræmd aðgerðaáætlun um stjórnarskrárbreytingar

Lagt er til að drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Íslands, sem samþykkt voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá skömmu fyrir þingrof. Náist þingmeirihluti um það í þingkosningum verði þær tillögur þá staðfestar sem ný stjórnarskrá lýðveldisins. Margar af þeim góðu hugmyndum sem ræddar hafa verið hér verði svo strax útfærðar sem tillögur að næstu endurskoðun stjórnarskrár, sem væru hluti af reglulegu endurskoðunarferli.

Points

Hætta er á því að krafan um endurskoðun stjórnarskrár vatnist út, þæfist eða leysist upp í áherslumun mismunandi hópa og einstaklinga, ef ekki er samhugur um nálgun Stjórnarskrá er lifandi plagg, og hver kynslóð hefur rétt á aðkomu að henni. Nú eru liðin sjö ár frá því kosið var um tillögur stjórnlagaráðs og heil kynslóð að vaxa úr grasi sem ekki hefur haft aðkomu að henni. Margar góðar tillögur eru hér til umræðu, til að þær glatist ekki og svo stór markmið náist tel ég þetta bestu leiðina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information