Allt landið að einu kjördæmi

Allt landið að einu kjördæmi

Sama fyrirkomulag og í forsetakosningum

Points

allir sama rett

atkvæði allra vegi jafn mikið

Í raun ætti Reykjavík ekki að hafa neina þingmenn líkt og Washington DC í Bandaríkjunum því höfðuðborgin stendur stjórnmálalega, félagslega, valdalega og efnahagslega sterkt hýsandi alla stjórnsýslu, fjármagn og áhrifafólk landsins og öllum þeim gæðum sem því fylgja. Landið sem eitt kjördæmi myndi þjappa allt vald landsins mjög miðlægt í Reykjavík til fólks sem býr þar yrði þannig einskonar mjög valdamikið miðstjórnarvald sem réðu nær öllu í landinu.

FOSETAÞINGRÆÐIS-fyrirkomulagið eins og er í frakklandi myndi leysa þetta mál sjálfkrafa.

Ekki nokkur spurning. Jöfnun atkvæðavægis er grundvallar mannréttindi. Og síðan ætti að sjálfsögðu að vera persónu kosningar en ekki flokka.

Auðvitað á landið að vera eitt kjördæmi, sem tryggir jafnan atvæðisrétt um aldur og ævi, eins og tíðkast í forsetakosningum. Allir jafnir annað er lögbrot og draugur fortíðar. Kjördæmapot myndu hverfa og allt landið og miðin jafnt starfssvið allra alþingismanna.

Verði landið eitt kjördæmi, mun myndast stjórnmálaelíta af fólki úr Reykjavík sem myndi alltaf ná inn á Alþingi og í raun einoka það. Þessi elíta væri fólk sem hefði engin tengsl né hefði þekkingi á málefnum landsbyggðarinnar og því myndi landsbyggðin verða afskipt og hnigna. Þetta myndi skapa óánægju hjá fólki úti á landi. Þessi þróun gæti leitt til þess að popúlistar gætu komist til valda undir þeim formerkjum að þeir væru að vinna fyrir fólki úti á landi.

Ójafnvægi atkvæða er mannréttindabrot. Mjög mikilvægt að leiðrétta þetta strax.

Ákvæði um kosningafyrirkomulag og kjördæmaskipan á ekki heima í stjórnarskrá því þróun byggðar í landinu hefur meiri áhrif á kjördæmaskipan. Sporin hræða í sambandi við kjör í stjórnlagaráð, en í það voru einungis kosið þjóðþekkt fólk af höfuðborgarsvæðinu. Einungis 3 af 25 í stjórnlagaráði sem náðu kjöri voru af landsbyggðinni. Svipað mun verða upp á tengingum ef landið yrði eitt kjördæmi. Ákveðin elíta myndi einungis ná kjöri til Alþingis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information