Fjármagna þarf úrbætur í fráveitumálum á Álftanesi í samræmi við kröfur í gildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Fyrir liggur áætlun um byggingu hreinsistöðvar og nýjar skólplagnir þannig að allt skóp sé hreinsað. Þetta þarf að setja á framkvæmdaáætlun ársins 2020. Hreinsa þarf friðaðar fjörur Álftaness, við Skógtjörn, Hákotsvör, við Kasthúsatjörn og Blikastíg af bakteríumenguðu skólpi og úrgangi sem því fylgir.
Algerlega eitthvað sem að þarf að laga strax
Fjöruferð með barnabörnin i klóset úrgangi. Oj ég sem fer oft í fjöruferð með barnabörnin. Er það þessvegna sem þau eru að finna fyrir magaverkjum?
Vonandi verður þessu kippt í liðinn sem fyrst enda sjálfsagt mál að hafa skólp mál i lagi
Ákaflega sorglegt að svæði eins og Skógtjörnin sem gæti verið hin mesta útivistar og strand paradís sé notuð sem klóak. Ég hef miklar áhyggjur af börnum og unglingum hérna á nesinu sem vaða og jafnvel dýfa sér ofan í tjörnina á góðviðrisdögum óafvitandi hversu saurgerlasmituð hún er.
Fjöruferð með barbabörnin i klósetúrgangi er tímaskekkja
Sem íbúi við Blikastíg get ég ekki annað en stutt þessa tillögu heilshugar. Fráveitumálin hér eru í algerum ólestri og löngu tímabært að koma þeim í lag.
til skammar að þetta skuli ekki vera í lagi
Fráveita fyrir skólp á Álftanesi stenst ekki gildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Þrátt fyrir það hefur litlu sem engu fjármagni verið eytt í að bæta ástandið síðustu ár. Bakteríumenguðu skólpi er veitt á friðaðar útivistarfjörur víðast hvar á Álftanesi og eini útrásarstúturinn sem stenst kröfur er við Hrakhólma. Skv. frétt RÚV 11. 7 2017 fer 70% af skólp þar um en 30% af skólps á Álftnesi fer í rotþrær og þaðan í fjöru. Þetta er alger tímaskekkja og átti að vera komið í lag árið 2006.
Aðeins lítill hluti myndarinnar birtist hér. Hef sent Garðabæ myndina og bið þá að laga þannig að myndin sjáist öll
http://www.heilbrigdiseftirlit.is/sites/default/files/strandsjor_minnisblad_alftanes_mai_2017_0.pdf?fbclid=IwAR2K2xOwvgaUlyLsdt0hNz8dqUWjWWaq4T96kMhqpFTFZlwkTD_99e-xfdU
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation