Þjóðaratkvæðagreiðslur

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Það þarf að búa til regluverk um það hvernig aðkoma þjóðarinnar getur verið til að knýja fram þjóðaratkvæðakosningu til að staðfesta eða fella úr gildi ákvörðunartökur yfirvalda. Setja ákveðna tölu td 15þúsund undirskriftir sem myndu knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar hefði td verið hægt að stöðva stuðning við Innrásina í Írak, viðskiptabann gegn Rússum og önnur mál í þeim dúr. Einnig stöðva fleiri stóriðjuframkvæmdir sem eru mengandi. En mjög gott regluverk í kringum þetta er nauðsynlegt

Points

Á síðustu árum hefur komið fram ný tækni til að safna upplýsingum um einstaklinga og nota þær í áróðursstríði. Popúlistar, studdir af einræðisöflum, hafa notfært sér þetta á liðnum árum, þjóðum til skaða. Þetta er einörð atlaga að lýðræði og gerir m.a. þjóðaratkvæðagreiðslur varhugaverðar meðan þetta viðgengst. Ákvæði um að 15 þúsund þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu væri að afhenda popúlistum dagskrárvald í þjóðfélaginu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information