Eftirlauna aldur miðist við vinnustundir

Eftirlauna aldur miðist við vinnustundir

Fjöldi skattskyldra vinnustunda ákvarði hvort fólk sé komið með rétt til eftirlauna en ekki aldur, fólk eins og ökutæki slitna og engum dettur í hug að miða við árger í stað ekinna kílómetra er ökutæki eru metin. Að miða við lífaldur er glórulaust og segir ekkert um það hvort einstaklingurinn hafi skilað samfélaginu einhverju. Með því að miða við vinnustundir sem greiddur hefur verið skattur af er verið að tryggja að þeir sem hafa skilað samfélaginu sýnu njóti ávöxtunar frekar en skattsvikarar

Points

Ekki er nú fólk sem lendir í slysum og áföllum, sem leiðir til þess að viðkomandi sè óvinnufær. Hver er lausn þess fólks ef af þessu ákvæði yrði?

Líkami okkar eins og ökutæki slitnar við notkun og engum dettur í hug að miða við árger í stað ekina kílómetra er ökutæki eru metin. Að miða við lífaldur er glórulaust og segir ekkert um það hvort einstaklingurinn hafi skilað samfélaginu einhverjum verðmætum til að mynda inneign. Með því að miða við vinnustundir sem greiddur hefur verið skattur af er verið að tryggja að þeir sem hafa skilað samfélaginu sýnu njóti ávöxtunar frekar en þeir sem stunda undanskot fjármuna.

Sumir hafa heilsu fram á dauðadag og geta unnið til 100. Aðrir eiga erfitt með fulla vinnu. Fók á að hafa rétt á vinnu eins og bílprófi. Þegar vissum aldri er náð þá þarf að endurnýja bílprófið og ef fólk vill vinna ættu að gilda sömu reglur. En á móti á fólk líka að geta byrjað á eftirlaunum við 67-70 ára aldur. Og fá þá lífeyrinn sem fólk hefur greitt án þess að grunnlífeyrir tryggingarstofnunar skerðist

Fólk slitnar með árunum enda eru ekki vélar. Eftirlaunaaldur er ekki verðlaun fyrir vinnu heldur sú staðreynd að fólk getur ekki lengur unnið eftir ákveðinn aldur. Mikið af fólki sem skilar samfélaginu miklu þó það sé ekki með margar skattlagðar vinnustundir undir beltinu t.d. sérfræðingar með langa menntun, frumkvöðlar, listamenn og mæður sem eiga mörg börn.

Fjöldi vinnustunda er enginn mælikvarði á “skilum til samfélagsins” allir ættu að hafa sama rétt til töku lífeyris við ákveðinn aldur

Það er hið besta mál að vinna gegn skattsvikum. En mér finnst þetta full einföld sýn á hvað er framlag til samfélagsins. Auk þess geta verið aðrar ástæður en skattsvik fyrir færri vinnustundum, svo sem langvarandi veikindi, ummönnun barna eða annarra fjölskyldumeðlima og margt fleira.

Eftirlaunaaldur ÞARF að vera sá sami & þegar lagt er í hann, maður útskrifast/hættir í skóla & fer út á vinnumarkað. Semsagt ef ég fer út á vinnumarkað 24 ára gamall & þá eru lög um eftirlaun 62-65 ára. Þá er það LÖGBROT í mínum augum að breyta það eftir á. Ég lagði í hann með mín áform, líf & eftirlaunaaldur á þessum aldri & núna er verið að ræða að breyta eftirlauna aldur. FRÁLEITT! Alveg eins hugmyndin hér að ofan. Einnig sá LSH um að gera mig að öryrkja 38 ára. Ég get aldrei unnið aftur..

Núverandi kerfi byggir á skertum lífeyri fyrir þann sem þarf að taka hann út fyrir 70 ára. Vegna þess hve lífeyririnn er lágur hjá flestum eru margir þvingaðir til að þrauka á vinnumarkaði fram til sjötugs, jafnvel þeir sem eru illa farnir af heilsuleysi. Þeir eru í pattstöðu og telja því dagana til sjötugs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information