Arður af auðlindum landsins í þjóðareign.

Arður af auðlindum landsins í þjóðareign.

Arður af auðlindum íslands, t.d. sjávarútvegi, ferðamennsku, áliðnaði og fleiri atvinnugreinum á auðvitað að vera í eigu þjóðarinnar. Það er í rau fáránlegt að hér hafi nokkrir aðilar, kannski 100-200 fjölskyldur allt vald og mestu áhrifin á landinu. Ég segi fyrir mig. Ég er fegin að þekkja engan af þessu liði sem hér stjórnar og drottnar á landinu. Ég tel að það eigi að innkalla kvóta í sjávarútvegi og deila honum á réttlætanlegan hátt.

Points

Sammála. Það á að innkalla allan kvóta og leigja hann svo með sanngjörnum hætti til þeirra sem vilja veiða hann.Gera strandveiðar frjálsar og því stærri sem bátar eru því lengra út fari þeir til veiða. Með þessu móti aukum við nýliðun í greininni og gerum fleirum fært að skapa sér atvinnu með sjómennsku.

Að því gefnu að þjóðin/alþingi vilji samfélagslega rekna heilbrigðisþjónustu fyrir alla þegna landsins, að hún vilji góða menntun fyrir öll börn í landinu , öruggar samgöngur í þágu almennings og tryggt þjónustunet fyrir aldraða, þá verður að tryggja tekjlindir til þessa málaflokka. Náttúrulegasta leiðin er því að mínu mati að tryggja það að auðlindir Íslands verði sameiginleg eign þjóðarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information