Uppfæring á lögum er varða samskipti Lögreglu og almennings

Uppfæring á lögum er varða samskipti Lögreglu og almennings

Ljóst er hverjum sem litið hefur til laga og viðmiða sem eiga við um samskipti Lögreglu og almennings að þessi lög standast engan vegin nútíma staðla vestrænna ríkja. Lagatexti þessara ákvæða er í flestum tilfellum áratuga gamall og úreltur, og gefur lögreglunni stórmikið svigrúm í túlkun þessara laga. Stanslaust er brotið á saklausu fólki annarsvegar vegna þess að lítil sem engin fræðsla er til staðar um réttindi þeirra og hinsvegar vegna stæðarinnar grás svæðis sem lögreglan nýtir sér óspart.

Points

Sem dæmi mætti nefna hugtak sem kallast 'rökstuddur grunur.' Hugtak þetta er til dæmis undirstaða þess að mörgum ungmennum er ógnað og beitt þvingunaraðgerðum til þess að gefa upp rétt sinn til friðhelgi einkalífsins og heimila lögreglu leit á sér, í sínum munum eða húsakynnum. Engin viðmið eru um hvað telst til rökstudds grunar og hvað ekki og er það túlkunarmál að hverju sinni. Oftast er huglægt mat lögregluþjóns nóg, eins og til dæmis ef hann segist finna kannabislykt.

Hér má nefna notkun lögreglunnar á leitarhundum til þess að sýna fram á rökstuddan grun. Þeir eru þjálfaðir til þess að gefa meðhöndlara þeirra merki þegar þeir finna lykt af til dæmis fíkniefnum. Þó geta lögregluþjónar í rauninni túlkað hvað sem er sem 'merki' og leyft sjálfum sér leitir þegar þeim sýnist, ásamt því að hundum er augljóslega eðlislægt að þóknast herra sínum. Ekki ætlar þú að fara að rífast við lögguna um að hundurinn hafi í rauninni ekki gefið merki😂reyndu að fá dómara til þess

Hér er áhugaverð ritgerð sem var skrifuð 2011 og fjallar um þvingunaraðgerðir lögreglunnar. Þar er líka nefnt skort á skýrgreinilegu efnu er varðar viðfangsefnið. https://skemman.is/bitstream/1946/13474/1/RITGER%C3%90-ANNA%20MARGR%C3%89T-PRENTA.pdf

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information