Framsal valds sé ekki eilíft.

Framsal valds sé ekki eilíft.

Það er eðlilegt að við gerum alþjóðlega samninga um framsal valds að vissu marki, en það sem er óeðlilegt er að framsal valdsins sé óendanlegt og ekki háð neinum skilyrðum. Gott dæmi um þetta er EES samningurinn sem er alls annars eðlis í dag heldur en hann var þegar hann var undirritaður. Freklega hefur verið brotið á fullveldinu í framkvæmd þessa samnings án þess að þjóðin hafi fengið að koma að ákvörðunum sem hana varðar, því er mikilvægt að endurskoða slíka samninga í takt við þjóðarvilja.

Points

Ísland á að geta tekið til baka framselt vald. Að setja það ákvæði verndar hagsmuni þjóðarinnar.

Það er glapræði að afhenda vald til erlendra aðila yfir okkar málefnum án skilyrða, eins og því miður hefur gerst. Aðstæður breytast og ávallt þyrfti að taka tillit til okkar hagsmuna. Embættismenn hér heima og erlendis hafa fengið alltof mikil völd yfir okkar málum og þingmenn taka ákvarðanir án þess að hafa kynnt kjósendum fyrirætlanir sínar í kosningabaráttum eða ganga þvert gegn loforðum sínum. Þjóðaratkvæðagreiðslur ættu því að fara fram um öll mál sem varða okkar auðlindir og fullveldi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information