Gangstétt og niðurföll á Brunnum

Gangstétt og niðurföll á Brunnum

Óskað er eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar 2021 verði gert ráð fyrir gangstéttagerð á Brunnum á Patreksfirði, auk þess að laga niðurföll og setja handrið á brú til að forða slysum. Með gangstéttagerð er hægt að færa gangandi vegfarendur af götu yfir á gangstíg og auka öryggi vegfarenda þar.

Points

Núverandi göngustígur er með kant að hluta en hann er verulega illa farinn. Göngustígurinn sjálfur er lagður möl og nær ekki út á enda götunnar. Vegna þessa er göngustígur lítið sem ekkert notaður sem kallar á hættu þar sem börn hjóla og leika sér á götunni, ásamt umferð annarra gangandi vegfarenda þar sem bílaumferð er. Á Brunnum er brú sem vantar á handrið og er þar að auki jarðvegur farinn að síga á göngustíg. Þar að auki eru niðurföll úr sér gengin og þarfnast endurnýjunar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information