Byggðasafnið / Félagsstarf eldriborgara í Suðurnesjabæ.

Byggðasafnið / Félagsstarf eldriborgara í Suðurnesjabæ.

Hugmynd mín er sú að fara með félagsstarf eldriborgara í húsnæði byggðasafsins á Garðskaga. þar er góð aðstaða fyrir alskonar föndur og uppákomur, jafnframt er hugmynd mín sú að eldri borgarar yrðu fengnir til að sjá um safnið og taka á móti gestum á opnunartíma safnsins. Þá gætu þau líka verið að ditta að ýmsum munum, þarna væri komið næg verkefni fyrir karlmenn sem mér hefur skilist að vanti í Auðarstofu. Þá mætti alveg reka þarna kaffihús líka.

Points

Rök mín varðandi þessa hugmynd mína er sú, að mér finnst að safninu sem ég byggði upp á sínum tíma hafi hrakað mjög mikið og mér finnst vera í niðurnýðslu, því miður. Annað er það að veitingarekstur og rekstur byggðasafns á ekki að vera á sömu hendi það getur aldrei gengið eins og hefur sýnt sig á undanförnum árum. Ég er tilbúinn að ræða þetta frekar ef að áhugi væri á því.

það líst mér vel á safnið yrði meira lifandi ef eldri borgarar hefðu aðsetur þar til að stunda sitt handverk eða hittast, það þarf jú fólk til þess að fá fólk á staðin, maður er manns gaman :o) og hverjir eru fróðari um byggðina og gamla tíma en eldriborgarar?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information