Hjóla og göngustígur meðfram Arnarnesvegi

Hjóla og göngustígur meðfram Arnarnesvegi

Vantar mjög stíg frá hringtorginu við Akrahverfi (við Krónuna) meðfram Arnarnesvegi að hringtorginu niður í Hæðahverfi. Fólk er í stóhættu að hjóla og ganga þar meðfram - enginn stígur meðfram veginum í dag.

Points

Eins og er, er heldur klunnalegt að fara gangandi/hjólandi í austur/vestur meðfram Arnarnesvegi. Það þarf annaðhvort að fara á stíginn meðfram læknum eða þá að fara í gegnum hæðar hverfið og þar með yfir helling af gatnamótum. Það væri mun þægilegra að geta farið bara á stíg meðfram Arnarnesvegi og geta komist þar að undirgöngum undir bæði Arnarnesveginn og Reykjanesbrautina. Æskilegt væri líka að geta komist undir Nónhæð við hringtorgið.

Mikil umferð á þessum vegi og þetta myndi tengja svo miklu betur við Kópavog

Sammála. Stígurinn mætti liggja meðfram Arnarnesvegi alveg að Hafnarfjarðarvegi. Í raun mættu vera stígar báðum megin við Arnarnesveg og það væri tilvalið að fara í samstarf við Vegagerðina að endurhanna götuna þannig að hún verði minni hraðbraut og meiri borgargata.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information