Endurbætur og hjólastígur meðfram Karlabraut

Endurbætur og hjólastígur meðfram Karlabraut

Núverandi göngustígar meðfram Karlabraut eru mjög mjóir og illa farnir. Svo mjóir að illa gengur að halda þeim opnum á vetrum.

Points

Stígarinir eru svo mjóir að ómögulegt er fyrir hjólara að taka fram úr gangandi.

Mikið af skólakrökkum hjóla meðfram Karlabrautinni í Hofsstaðaskóla og FG. Þarna væri upplagt að gera nýjan breiðan hjólastíg meðfram Karlabrautinni. Stíg sem væri hægt að halda opnum allan veturinn. Núverandi stígar eru svo mjóir að þeir eru ekki mokaðir á veturnar nema endrum og eins.

Þetta er algjörlega nauðsynlegt. Krakkar á leið í skóla fara oft mjög hratt þarna niður á hjólum þannig að mjóu stígarnir eru hreinlega hættulegir. Þar sem hallinn er töluverður er svo mikilvægt að fólk geti farið á misjöfnum hraða um stígana. Mikið öryggismál :-)

Mikilvægt að fá breiðari stíg. Börn og ungt fólk fer til og frá skóla og íþróttum. Erfitt að mæta hjólandi á stígnum. Einnig erfitt að hjóla upp brekkuna - sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Breiðari stígur myndi auðvelda hjólaumferð umtalsvert og yrði því hvatning fyrir fleiri að hjóla í skólann. Nóg pláss til að breikka.

Tek undir þetta, mætti breikka stígana og þar sem þetta er aðal leið krakkanna í Hofsstaðaskóla og FG þarf snjóruðningur á þessari leið að vera í aljgörum forgangi á veturna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information