Stígur frá Urriðaholti að undirgöngum

Stígur frá Urriðaholti að undirgöngum

Það er hættulegt fyrir gangandi og hjólandi að komast úr Urriðaholti yfir Reykjanesbraut svo þar til búið er að finna lausn á því væri hægt að gera stíg frá Urriðaholti að undirgöngunum við Vífilstaði í gegnum hraunið. Urriðaholt er umhverfisvænt hverfi en á sama tíma er illa hægt að komast úr hverfinu nema á bíl.

Points

Það er engin þæginleg leið til að komast gangandi/hjólandi úr Urriðaholti yfir í Miðgarð öðruvísi en að fara yfir Reykjanesbrautina sem er stórhættulegt, sérstaklega fyrir krakka. Þarf að bæta úr þessu sem fyrst.

Stórhættulegt fyrir td börn að fara yfir gatnamótin beggja megin við brúnna, gatan þeim megin sem DHL er er ekki einu sinni með gönguljós og bílar aka mjög hratt þegar þeir koma upp afreinina. Ég sendi ekki mitt barn gangandi eða hjólandi í tónlistarskólann eða í sund í Ásgarði, það er of hættulegt.

Sammála þessu, hef hjólað reglulega á milli Urriðaholts og Reykjavikur og mesta vesenið er alltaf að komast útúr hverfinu. Væri frábært að fá þessa tengingu við undirgöngin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information